Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 72

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 72
72 að skólasamfélag þar sem áhersla er lögð á umhyggju, samskipti og tilfinningalegan stuðning skipti sköpum svo börn upplifi sig sem hæf og sterk og verði virkir þátttak- endur í daglegu lífi í leikskólum. athyglisvert er að bera þessa umræðu saman við kenningar Nel Noddings (1992) sem telur umhyggju (e. care) vera undirstöðu menntunar og náms. Umhyggja sam- kvæmt skilgreiningu Noddings felur m.a. í sér samskipti (e. relationships), samlíðan (e. sympathy), næmi (e. receptivity) og tengsl (e. relatedness). Gagnkvæmni er milli þess sem veitir umhyggjuna og þess sem þiggur hana, þannig að báðir hafa ágóða af samskiptunum og báðir leggja sitt af mörkum. Noddings telur það grundvallaratriði í allri menntun að veita börnum umhyggju, kenna þeim að taka á móti umhyggju og sýna öðrum umhyggju. Umræðan um réttindi, þátttöku og ákvarðanatöku barna í skólastarfi vekur einnig upp spurningar um ábyrgð kennarans. kjörholt og félagar (2005) benda á að fullorðnir beri ábyrgð á því að skapa umhverfi sem tryggir lífsgæði barna. Virðing fyrir hæfni barna og viðurkenning á réttindum þeirra dregur ekki úr ábyrgð hins fullorðna. kennari ber ábyrgð á að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem lögð er áhersla á hlustun, tilfinningalegra vellíðan og lýðræði. Þessi röksemdarfærsla er í anda John Deweys (2000) sem varaði við því að líta á frelsi sem markmið í sjálfu sér. Dewey lagði áherslu á að nemandinn tæki þátt í að móta nám sitt, en gerði skýran greinarmun á áformum og löngunum. Hann vildi að tillit væri tekið til óska og áforma nemenda en varaði við því að stundaráhugi barnsins fengi að ráða. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi samskipta barnsins og kennarans og á hlutverk kennarans sem skipuleggj- anda sem bæri ábyrgð á að skapa samfellu í námsreynslu barna. „Án reglna er enginn leikur“ sagði hann (Dewey, 2000, bls. 62). kjörholt og samstarfsfólk hennar (kjörholt, 2005; kjörholt, Moss og Clark, 2005) benda einnig á að raddir barna endurspegli að mörgu leyti þær aðstæður og það sam- hengi sem þau tilheyra. Þegar við hlustum á börn þurfum við því einnig að greina á gagnrýninn hátt þær félagslegu og stofnanalegu aðstæður sem þeim hafa verið skap- aðar af hinum fullorðnu og þá valmöguleika sem börnunum bjóðast. Hugmyndir annarra fræðimanna lúta að því sama, og lögð er áhersla á að litið sé á börn, líf þeirra og atferli sem hluta af félagslegu kerfi í félagslegum og menningarlegu samhengi (Graue og Walsh, 1998; Saljö, 1991; Schweder, 1991). Bruner (1996) hefur bent á að menntun og kennsla eigi sér stað í menningarlegu samhengi og jafnframt að börn séu mjög móttækileg fyrir umhverfi sínu og áfram um að tileinka sér þá menningarhætti (e. folkways) sem þau sjá í nánasta umhverfi sínu. Það má því leiða líkum að því að raddir barna og það hvernig þau líta á þátttöku sína og áhrif sé háð því samhengi sem þau lifa í. Fyrri rannsók­nir allmargar rannsóknir á viðhorfum barna til leikskólans, líðan þeirra og þátttöku hafa verið gerðar á undanförnum árum. Þekkt er rannsókn Clark og Moss í breskum leik- skólum, en jafnhliða rannsóknarverkefninu þróuðu rannsakendur heildstæða aðferð til að nota í rannsóknum með börnum, svokallaða Mósaik-aðferð (Clark og Moss, l e iks­kó­l inn frÁ s­ jó­narHó­l i Barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.