Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 10
10 greinar er að greina megineinkenni íslenskrar umönnunarstefnu með því að bera hana saman við stefnu annarra Norðurlandaþjóða sl. 60 ár eða frá árinu 1944. Á stundum hefur verið deilt um hvaða leiðir séu bestar til að tryggja hagsmuni barna og tækifæri foreldra til atvinnuþátttöku. Þó að lögð hafi verið áhersla á það á Norðurlöndum að það sé í þágu barna að geta dvalið í opinberri dagvist hefur slík stefna einnig verið gagnrýnd. Það sjónarmið að best sé að foreldrar einir annist börn sín hefur einnig notið nokkurs fylgis, sérstaklega á fyrri hluta rannsóknartímabilsins (1944–2004) (Brannen og Moss, 1991; 2003). Þeirri skoðun hefur hins vegar vax­ið fylgi að hagsmunir barna verði best tryggðir ef þau eiga kost á leikskólavist og Esping- andersen (2002) bendir t.d. á að leikskólinn sé öflugasta tækið til að skapa börnum jöfn tækifæri. Viðtekið er að skýra mikla atvinnuþátttöku mæðra með opinberum stuðningi við barnafjölskyldur og sýnt hefur verið fram á að sterkt samband sé á milli mikillar atvinnuþátttöku mæðra og opinberrar dagvistarþjónustu (Gornick, Meyers og Ross, 1997; Périvier og O´Dorchai, 2002; Uunk, kalmijn og Muffels, 2005). Áhrif fæðingar- orlofs á atvinnuþátttöku mæðra hafa minna verið rannsökuð. Fyrirliggjandi rann- sóknir benda til að fæðingarorlof, þar sem greiðslur koma í stað launa og réttur til starfs er fyrir hendi að því loknu, styrki atvinnuþátttöku mæðra (Gornick o.fl., 1997; 2003). Þó hafa verið settir fram fyrirvarar varðandi gildi fæðingarorlofs fyrir atvinnu- þátttöku eftir fæðingu í tilvikum þar sem fæðingarorlofið er mjög langt (3–5 ár), greiðslur mjög lágar og/eða lítið gert til að viðhalda tengslum mæðranna við vinnu- markað (Bettio og Prechal, 1998; Périvier og O´Dorchai, 2002). Rannsakendur hafa einnig bent á fleiri þætti sem geti haft áhrif á atvinnuþátttöku mæðra, svo sem efna- hagslega stöðu þeirra og viðhorf í samfélaginu (Uunk o.fl., 2005; Warren og Warren, 2004). Lilja Mósesdóttir (2001) bendir á að athyglinni sé oftar beint að atriðum sem hafi áhrif á framboð á vinnuafli kvenna, eins og skorti á hæfni og ónægum stuðningi velferðarkerfisins vegna umönnunar barna, en sjaldnar sé horft til þátta sem hafi áhrif á eftirspurn, svo sem skorts á góðum störfum. Á undanförnum árum hafa verið þróað- ar greiðslur til foreldra barna sem gætt er heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og slíkar greiðslur hafa náð fótfestu bæði í Finnlandi og Noregi. Talsvert hefur verið deilt um áhrif slíkra greiðslna og það gagnrýnt að þær dragi úr atvinnuþátttöku mæðra, en greiðslurnar hafa verið umdeildari í Noregi en í Finnlandi (Hiilamo og kangas, 2003; Leira, 2002). Þegar þróun umönnunarstefnu á Norðurlöndum er skoðuð má greina ákveðin sam- eiginleg meginstef. Á sjötta áratug síðustu aldar voru dagvistarmál mjög áberandi í þjóðfélagsumræðu alls staðar á Norðurlöndum, ástæður þess voru einkum skortur á vinnuafli og aukin áhersla á jafnrétti kynjanna (Leira, 2002). Á öllum Norðurlöndum voru sett lög um dagvistarmál og þróuð niðurgreidd dagvistarþjónusta sem byggðist á algildum rétti og opinberum reglum um starfsemina. Þá voru Norðurlönd í farar- broddi hvað varðar þróun fæðingarorlofs. Þó að greina megi svipaðar megináherslur sýna rannsóknir að þegar grannt er skoðað hafa Norðurlöndin farið um margt ólíkar leiðir, t.d. hvað varðar framboð á dagvistun og lengd fæðingarorlofs (Rostgaard og Fridberg, 1998). Því má draga þá ályktun að Norðurlönd hafi skilgreint með nokkuð ólíkum hætti hversu mikinn stuðning þyrfti að veita vegna umönnunar barna. Þró­Un og e inkenni í s­ lens­krar Um­önnUnars­tefnU 144–2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.