Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 15
1
unartillögu um að lögum um almannatryggingar yrði breytt þannig að öllum konum
yrði tryggður réttur til fæðingarorlofs en tillagan var ekki útrædd (Alþt. 1974–5, 96.
lögþ. a:268). Ragnhildur Helgadóttir flutti fyrir hönd nokkurra stjórnarþingmanna
(úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) tillögu um breytingar á lögum um atvinnuleys-
istryggingar.
Samkvæmt henni áttu konur sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar að eiga
rétt á þriggja mánaða fæðingarorlofi. Bent var á í greinargerð með frumvarpinu að
ísland, eitt Norðurlanda, hefði ekki lögfest slík réttindi (Alþt. 1974–5, 96. lögþ. a:414).
Þó að nokkuð væri tekist á um frumvarpið, sérstaklega það ákvæði að fjármagna ætti
fæðingarorlofið með greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði, var það samþykkt.
Næstu árin var tilhögun fæðingarorlofs talsvert mikið rædd á alþingi en það var
ekki fyrr en 1980 sem lög um algildan rétt foreldra til þriggja mánaða fæðingarorlofs
voru samþykkt (Lög um fæðingarorlof nr. 91/1980). Þessi lög tryggðu öllum mæðrum
rétt til greiðslu fæðingarstyrks, sem var föst upphæð, og vinnandi mæðrum og náms-
mönnum viðbótargreiðslur í samræmi við fjölda unninna klukkustunda á ákveðnu
tímabili fyrir fæðingu. Feður öðluðust einnig rétt til að taka 30 daga af fæðingarorlof-
inu ef móðir samþykkti.
Samanburður við önnur Norðurlönd leiðir í ljós að ísland var eftirbátur hinna
Norðurlandanna hvað varðar umfang réttinda til fæðingarorlofs. Sem dæmi má nefna
að árið 1960 höfðu öll Norðurlöndin nema ísland tryggt mæðrum þriggja mánaða
fæðingarorlof (Guðný Björk Eydal, 2005a). Norðurlöndin, fyrir utan ísland, voru í
fararbroddi meðal OECD-ríkjanna hvað varðar stuðning við mæður eftir fæðingu og
fæðingarorlof (Gauthier, 1996). Eftirfarandi lýsing á þróun réttindanna í Svíþjóð sýnir
glögglega hversu snemma sænskar mæður öðluðust slík réttindi og hversu umfangs-
mikil þau voru orðin þegar umræðan hófst hérlendis um fæðingarorlof til handa öll-
um mæðrum.
Hugmyndir um fæðingarorlof eru meira en aldargamlar en upphaflega var ein-
ungis um að ræða rétt mæðra til leyfis frá vinnu. Sænskar mæður öðluðust rétt til
fjögurra vikna leyfis frá vinnu árið 1900 og 1912 var það lengt í sex vikur. 1931 öðl-
uðust þær rétt til bóta og árið 1937 er talið að 90% sænskra mæðra hafi átt slíkan rétt
(antman, 1996; Ohlander, 1991). Árið 1954 áttu allar sænskar mæður rétt á þriggja
mánaða fæðingarorlofi en 1962 var tímabilið lengt í sex mánuði og greiðslur námu um
60% af fyrri launum. Árið 1974 settu Svíar lög um fæðingarorlof sem urðu fyrirmynd
annarra landa, en þau kváðu á um að fæðingarorlofið yrði sex mánuðir og greiðslan
90% af fyrri launum. Það var einnig nýmæli að feður gátu nýtt sér orlofið, þ.e. um
sameiginleg réttindi foreldranna var að ræða. Þá var hinn mikli sveigjanleiki einnig
nýmæli, en foreldrar gátu nýtt orlofið samkvæmt eigin óskum þar til barnið náði 8
ára aldri (Björnberg og Eydal, 1995). Tímabilið hefur smám saman verið lengt og 1989
var það orðið 12 mánuðir. Foreldrar sem voru í launavinnu fengu greitt hlutfall launa
en aðrir áttu rétt á fastri upphæð (Rostegard og Fridberg, 1998). Réttindin voru um-
fangsmest í Svíþjóð en Danmörk, Finnland og Noregur þróuðu einnig umfangsmikil
réttindi á þessu sviði (Gautier, 1996; Rostgaard og Fridberg, 1998).
Það er erfitt að útskýra hvers vegna ísland var eftirbátur annarra Norðurlanda hvað
varðar þróun þessara tilteknu réttinda, sérstaklega þegar haft er í huga að íslenska
gUðný Björk eydal