Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 15
1 unartillögu um að lögum um almannatryggingar yrði breytt þannig að öllum konum yrði tryggður réttur til fæðingarorlofs en tillagan var ekki útrædd (Alþt. 1974–5, 96. lögþ. a:268). Ragnhildur Helgadóttir flutti fyrir hönd nokkurra stjórnarþingmanna (úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) tillögu um breytingar á lögum um atvinnuleys- istryggingar. Samkvæmt henni áttu konur sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar að eiga rétt á þriggja mánaða fæðingarorlofi. Bent var á í greinargerð með frumvarpinu að ísland, eitt Norðurlanda, hefði ekki lögfest slík réttindi (Alþt. 1974–5, 96. lögþ. a:414). Þó að nokkuð væri tekist á um frumvarpið, sérstaklega það ákvæði að fjármagna ætti fæðingarorlofið með greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði, var það samþykkt. Næstu árin var tilhögun fæðingarorlofs talsvert mikið rædd á alþingi en það var ekki fyrr en 1980 sem lög um algildan rétt foreldra til þriggja mánaða fæðingarorlofs voru samþykkt (Lög um fæðingarorlof nr. 91/1980). Þessi lög tryggðu öllum mæðrum rétt til greiðslu fæðingarstyrks, sem var föst upphæð, og vinnandi mæðrum og náms- mönnum viðbótargreiðslur í samræmi við fjölda unninna klukkustunda á ákveðnu tímabili fyrir fæðingu. Feður öðluðust einnig rétt til að taka 30 daga af fæðingarorlof- inu ef móðir samþykkti. Samanburður við önnur Norðurlönd leiðir í ljós að ísland var eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað varðar umfang réttinda til fæðingarorlofs. Sem dæmi má nefna að árið 1960 höfðu öll Norðurlöndin nema ísland tryggt mæðrum þriggja mánaða fæðingarorlof (Guðný Björk Eydal, 2005a). Norðurlöndin, fyrir utan ísland, voru í fararbroddi meðal OECD-ríkjanna hvað varðar stuðning við mæður eftir fæðingu og fæðingarorlof (Gauthier, 1996). Eftirfarandi lýsing á þróun réttindanna í Svíþjóð sýnir glögglega hversu snemma sænskar mæður öðluðust slík réttindi og hversu umfangs- mikil þau voru orðin þegar umræðan hófst hérlendis um fæðingarorlof til handa öll- um mæðrum. Hugmyndir um fæðingarorlof eru meira en aldargamlar en upphaflega var ein- ungis um að ræða rétt mæðra til leyfis frá vinnu. Sænskar mæður öðluðust rétt til fjögurra vikna leyfis frá vinnu árið 1900 og 1912 var það lengt í sex­ vikur. 1931 öðl- uðust þær rétt til bóta og árið 1937 er talið að 90% sænskra mæðra hafi átt slíkan rétt (antman, 1996; Ohlander, 1991). Árið 1954 áttu allar sænskar mæður rétt á þriggja mánaða fæðingarorlofi en 1962 var tímabilið lengt í sex­ mánuði og greiðslur námu um 60% af fyrri launum. Árið 1974 settu Svíar lög um fæðingarorlof sem urðu fyrirmynd annarra landa, en þau kváðu á um að fæðingarorlofið yrði sex­ mánuðir og greiðslan 90% af fyrri launum. Það var einnig nýmæli að feður gátu nýtt sér orlofið, þ.e. um sameiginleg réttindi foreldranna var að ræða. Þá var hinn mikli sveigjanleiki einnig nýmæli, en foreldrar gátu nýtt orlofið samkvæmt eigin óskum þar til barnið náði 8 ára aldri (Björnberg og Eydal, 1995). Tímabilið hefur smám saman verið lengt og 1989 var það orðið 12 mánuðir. Foreldrar sem voru í launavinnu fengu greitt hlutfall launa en aðrir áttu rétt á fastri upphæð (Rostegard og Fridberg, 1998). Réttindin voru um- fangsmest í Svíþjóð en Danmörk, Finnland og Noregur þróuðu einnig umfangsmikil réttindi á þessu sviði (Gautier, 1996; Rostgaard og Fridberg, 1998). Það er erfitt að útskýra hvers vegna ísland var eftirbátur annarra Norðurlanda hvað varðar þróun þessara tilteknu réttinda, sérstaklega þegar haft er í huga að íslenska gUð­ný Björk ey­dal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.