Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 16

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 16
16 almannatryggingalöggjöfin frá 1946 var fyllilega samanburðarhæf við löggjöf annarra Norðurlanda á þeim tíma (Stefán ólafsson, 1999; Guðmundur Jónsson, 2001). ísland átti á tímabilinu 1945–1975 í raun meira sameiginlegt með Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum, þar sem réttindi kvenna til fæðingarorlofs voru skilgreind sem viðfangsefni kjarasamninga (Gauthier, 1996; Guðný Björk Eydal, 2000a; 2005b). Þess vegna voru lögin um fæðingarorlof 1980 mjög mikilvæg því þar eru skyldur ríkisins til að styðja alla foreldra til þess að geta sinnt börnum sínum fyrstu mánuði eftir fæð- ingu skilgreindar með skýrum hætti í fyrsta skipti. Þó að á áttunda áratugnum hafi verið sett lög, bæði um dagvist og fæðingarorlof, var ekki þar með sagt að ísland hafi veitt foreldrum sama stuðning og önnur Norður- lönd. Eins og meðfylgjandi tafla (2) yfir umfang réttinda árið 1984 sýnir voru réttindin takmarkaðri hérlendis. Tafla 2 – Hlut­fall barna í dagvist­un, hlut­fall sérmennt­að­ra st­arfsmanna í leik­sk­ólum, rét­t­ur t­il fæð­ingarorlofs , op­inber út­gjöld vegna fæð­ingarorlofs og dagvist­unar sem hlut­fall af þjóð­art­ek­jum, Norð­urlönd 1984. D F Í N S Hlutfall barna 0–2 ára í dagvist 1) 37% 18% 14% 4% 25% Hlutfall barna 3–6 ára í dagvist 47% 37% 41% 35% 65% Hlutfall starfsmanna alls á hver 100 börn 2) 16,7 16,6 11.5 23,5 17,5 Hlutfall sérmenntaðra starfsmanna á hver 100 börn 10,3 13.3 4,3 8,4 16,9 Útgjöld vegna dagvistunar sem % af þjóðarframleiðslu 1,37 0,73 0,40 0,35 1,85 Útgjöld vegna fæðingar og umönnunar barna 0,30 0,50 0,20 0,18 0,66 sem % af þjóðarframleiðslu 3) Réttur til greiðslna v/ fæðingarorlofs, fjöldi vikna 4)* 20 43 13 18 51 1) Hlutfall barna í dagvist (dagheimili, leikskólar, dagmæður): Tölur frá Sipilä 1997. 2) Hlutfall starfsmanna 1981: Tölur frá Social security in the Nordic countries: Scope ex­penditure and financing 1984, 1987:90. 3) Útgjöld: Tölur frá Social security in the Nordic countries: Scope ex­penditure and financing 1984, 1987 útreikningar í Guðný Björk Eydal 2005a. 4) Réttur til fæðingarorlofs: Social security in the Nordic countries: Scope ex­penditure and financing 1984, 1987. * Feður áttu rétt á að taka hluta orlofsins í öllum löndunum en sum löndin settu hámark á tímann sem feður gátu nýtt (Finnland 112 daga, ísland 1/3 tímabilsins og Noregur 60 daga) (Social security in the Nordic countries: Scope ex­penditure and financing 1984, 1987). Taflan sýnir einnig að útgjöld íslands vegna umönnunar voru með því lægsta sem gerðist meðal Norðurlandanna, einungis Noregur notaði svipað hlutfall þjóðartekna til málaflokksins, en hin löndin mun hærra hlutfall. Þá þarf að hafa í huga þá stað- reynd að hérlendis voru börn hlutfallslega fleiri og því þarf að skoða íslensku tölurnar í því ljósi (Social security in the Nordic countries: Scope, ex­penditure and financing 1984, 1987). annað atriði, sem sýnir glögglega að hérlendis hafði málaflokkurinn ekki hlot- ið sömu athygli og annars staðar á Norðurlöndum, var hlutfall fagmenntaðra starfs- manna á dagvistarstofnunum sem var áberandi lægst hérlendis eins og einnig sést í ofangreindri töflu. Þró­Un og e inkenni í s­ lens­krar Um­önnUnars­tefnU 144–2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.