Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 33
33 áunninn. Um 5–6 ára aldur uppgötvi börn að fólk meinar ekki allt sem það segir bók- staflega. Þau öðlist samt ekki tilfinningu fyrir íróníu fyrr en síðar og samsami sig lengi vel þeim sem tvíræðnin beinist að fremur en þeim sem beitir slíkri kímni. Það valdi því að þeim finnist hið tvíræða síður fyndið, og í raun sé það ekki fyrr en um 8–9 ára aldur sem þau uppgötvi að írónía geti verið fyndin. Huck, Hepler og Hickman (1987) fjalla einnig um þróun skopskynsins samhliða þroska barna og undirstrika mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að hlæja að efni sem hæfir aldri þeirra og þroska. Þannig þurfi börn að hafa kynnst fyndnum dýrasögum 5–6 ára gömul til að geta þróað með sér hæfileika til að skilja kímni í bókmenntum þegar í grunnskóla er komið. Ef þau hafa ekki kynnst slíku efni 7–8 ára gömul þurfi að byrja á að kynna þeim það áður en lengra er haldið með lestrar- og bókmenntakennslu (Huck o.fl., 1987). Kímni barna tekur miklum breytingum á þeim tíma sem þau taka út kynþroska, eða um það leyti sem þau fara að ráða við afstæða hugsun. Þroski kímnigáfunnar helst í hendur við sálfélagslegan þroska og siðferðisþroska og færa má fyrir því rök að afar mikilvægt sé að kímnigáfan þroskist samhliða öðrum sviðum á þessum árum. Samkvæmt Erik Erikson (1994 [1968]) er helsta verkefni unglingsáranna sjálfsmynd- arsköpun sem mikilvægt er að takist vel. Mistakist þetta verkefni er hætt við að ein- staklingurinn glími við sundrað sjálf eða hlutverkarugling. Þessari sjálfsmyndarsköp- un lýsir James Marcia (1966) sem fjórþættu ferli sem miðast við hvort unglingurinn hafi ákveðið gildismat og hvort hann stundi sjálfskönnun. Þetta ferli er ekki alltaf sárs- aukalaust, sérstaklega ef um er að ræða sjálfsmyndarrugling eða gerjun í sjálfsmynd (Sigurlína Davíðsdóttir, 2001). Kímni getur verið mikilvægur þáttur í þessu viðkvæma ferli; hún krefst vitsmunalegrar áreynslu því skilningur á kímni byggist á þekkingu unglingsins á sjálfum sér og umhverfinu. Skilningur á kímni, sem snýst um frávik frá heilbrigðri skynsemi, veltur til dæmis á sjálfsmynd og sjálfstrausti, samhliða þekk- ingu og reynslu. Kenningar um siðferðisþroska renna að sama skapi stoðum undir mikilvægi þess að börn og unglingar fái tækifæri til að þroska kímnigáfuna. Lawrence Kohlberg (1981) telur að skoða megi gjörðir hvers einstaklings í ljósi stigskiptingar siðferðisþroskans. Kohlberg miðar við viðhorf barna til reglna í skrifum sínum, en unglingsárin einkenn- ast meðal annars af því að börn uppgötva að reglur eru ekki endilega algildar heldur samkomulagsatriði. Kímni sem byggist á misræmi hvetur einmitt börn og unglinga til að gagnrýna, ígrunda og endurmeta reglur. Séu niðurstöður Gentile og McMillan um smekk unglinga fyrir kímni skoðaðar með hliðsjón af kenningum Erikson, Marcia og Kohlbergs má fullyrða að hið dæmi- gerða grín unglingsáranna – kaldhæðið endurmatið á samfélaginu, grínið sem ungl- ingurinn gerir að sjálfum sér og foreldrum sínum – sé mikilvæg varða á leið hans til sjálfstæðis. Kenningar um flokkun kímni Kímni byggist á misræmi af einhverju tagi, eitthvað er á skjön við reglur eða venjur. Allt sem er í ósamræmi við reglur hefur í raun möguleika á að vera fyndið. Reglurnar þurfa ekki að vera flóknar eða festar í lög til að talað sé um brot á reglum í rannsókn- BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.