Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 41

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 41
41 strák sem þráir að eignast hund. Efnið er sígilt og hefur áður notið vinsælda í sögum eins og Emil og Skundi (Guðmundur Ólafsson, 1986). Hér er frásögnin þó fjörlegri og raunsæið ekki eins ríkjandi; blaðrandi tuskuapi og talandi sokkar af öllu tagi koma til dæmis við sögu. Bókin býður upp á mörg skemmtileg umræðuefni fyrir börn á þess- um aldri, sífelldar hrakfarir bróður söguhetjunnar leiða til dæmis í ljós að hann stund- ar íþróttir gegn vilja sínum. Atburðarásin getur kynt undir sjálfsstyrkjandi umræður um hvenær rétt sé að segja nei og hvernig hægt sé að koma skoðunum sínum og vilja á framfæri. Kímnin er aldrei langt undan í bókum Guðrúnar Helgadóttur sem flestar henta þessum aldurshópi. Reglurnar sem söguhetjur Guðrúnar brjóta eru einatt ranglátar reglur fullorðinsheimsins, reglur sem mismuna fólki, eru óréttlátar fyrir börn eða af- hjúpa fullorðna fólkið á einhvern hátt. Afleiðingarnar eru þær að lesendur hlæja með börnunum en að hinum fullorðnu. Guðrún gerir stólpagrín að fullorðnu fólki í bókum sínum, ekki síst þeim sem taka sjálfa sig of alvarlega (og sérstaklega stjórnmálamönn- um). Það er svo miklu skemmtilegra að vera barn en fullorðinn í bókunum hennar, eins og söguhetja bókarinnar Ekkert að þakka kemst að raun um: „finnst fullorðnu fólki meira gaman að tala um eitthvað leiðinlegt en skemmtilegt?…Ég meina, alltaf þegar fullorðið fólk er að tala saman er það oft af því að einhver er veikur eða dáinn eða lenti í slysi og svoleiðis,“ sagði ég. „voða sjaldan af því að einhver er rosalega glaður eða heppinn.“ (Guðrún Helgadóttir, 1995, bls. 58). Í flestum bókum Guðrúnar er að finna kímni sem bæði höfðar til barna og fullorð- inna en gjarnan á misjafnan hátt. Guðrún er meistari í því sem kallað er tvíþætt ávarp í barnabókum, en það merkir að textinn höfðar bæði til barna og fullorðinna, sem skilja söguna ólíkum skilningi (Dagný Kristjánsdóttir, 2005). Bók Guðrúnar, Páll Vilhjálms- son frá 1977, sker sig að vissu leyti úr ritsafni hennar því þar er fyrst og fremst unnið með orðaleiki, gátur og brandara þar sem brotið er gegn hefðum í notkun tungumáls- ins, eða 6. flokk misræmiskímni (sjá Klein, 2003). Skilningur á bröndurunum byggist á góðri máltilfinningu ekki síður en þekkingu á ýmsum hliðum samfélagsins. Kímni eins og henni er beitt í bókinni um Palla hefur því örvandi áhrif á málþroska les- enda sem þurfa að vera komnir á fjórða stig kímniþroskans eins og Bergen (2003) og McGhee (1979) lýsa honum. Bókin ætti því að höfða vel til barna frá um sjö ára aldri, en hins vegar er rétt að minna á að skilningur á kímni er bundinn þekkingu barna og reynslu. Þegar Palli kom fyrst út 1977 hafði hann slegið í gegn í Stundinni okkar í sjón- varpinu. Börn nú til dags hafa hvorki heyrt til hans né séð áður. Ekki er hægt að fjalla um orðaleiki og bækur sem efla orðskilning og örva mál- þroska án þess að nefna barnaljóðabækur Þórarins Eldjárns en þær vinsælustu, Óð- fluga (1991), Heimskringla (1992) og Halastjarna (1997), voru gefnar út saman í ljóða- safninu Óðhalaringla (2004). Ljóð Þórarins byggjast á fyndinni og frumlegri orðnotkun þar sem brotið er gegn öllum mögulegum reglum, t.d. málfræðinnar, samfélagsins og dýraríkisins. Þau eru jafnframt gott dæmi um hversu mikilvægt er að hafa góða þekk- ingu á tungumáli og umhverfi til að vera fyndinn. BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.