Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 42
42 umræða Michael Cart segist hafa lært merkilega staðreynd við ritun bókar sinnar um kímni í barnabókum. Til að njóta kímni í sögu þurfi maður að nálgast hana með skemmtilegu hugarfari, það er með því hugarfari sem börn nota þegar þau leika sér. „Hlátur er eins og píanóleikur,“ skrifar Cart, „hann þarfnast þjálfunar“ (Cart, 1995, bls. 197). Það er því með kímnina eins og svo margt annað; það er auðvelt að detta úr æfingu. fáir verða hins vegar að halda kímnigáfu sinni í jafngóðu formi og þeir sem sinna börnum. Kímni getur nefnilega birst börnum á margvíslega hátt og oft finnst þeim eitthvað fyndið sem kennarinn tekur varla eftir. Eitthvað kemur skemmtilega á óvart, brandari er sagður í skólanum, barnið fíflast með vinunum í frímínútum, bullar, segir bannorð, eða sér einhvern gera klaufaleg mistök. fyndin saga er þó ein mikilvægasta upp- spretta hlátursins (Cart, 1995). Það er þess vegna sem skemmtilegar barnabækur geta gegnt mikilvægu hlutverki í skólastofunni. Taka má undir með Gentile og McMillan (1978) sem halda því fram að mikilvægt sé að börn kynnist fjölbreytileika mannlífsins í gegnum lestur, að þau komist í kynni við alls kyns sérvitringa, rugludalla og furðu- fugla, og upplifi undarlega og skringilega atburði. Slíkur lestur krefst gagnrýninnar hugsunar og innsæis og er að þeirra mati undirstaða heilbrigðrar skynsemi. Markviss vinna með kímni í barnabókum hefur margþætta kosti fyrir skólastarfið. Leikur og vinna sem grundvallast á kímni örvar ímyndunarafl barna, hvetur þau til að læra eitthvað nýtt og takast á við erfið verkefni. Kímni hefur mikilvægu hlutverki að gegna við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfstrausts og gegnir lykilhlutverki í félags- þroska og félagsmótun. Nota má kímni á uppbyggjandi hátt til að leiðbeina börnum um viðeigandi hegðun. Til dæmis getur kímni í sögum gefið börnum tækifæri til að hlæja að mistökum annarra áður en þau gera þau sjálf – og ekki síður þegar þau eru vaxin upp úr þeim. Að sama skapi má nota gamansögur eða brandara til að slaka á spennu, jafnvel snúa valdahlutföllunum við um stund. Börn hafa unun af því að gera grín að fullorðnum og þau segja brandara til að sýna styrk sinn og þekkingu og öðl- ast óvænta yfirburði yfir hinum fullorðna sem veit ekki svarið. Loks getur kímni veitt útrás, verið geðhreinsun (kaþarsis) eða þerapía fyrir einstaka nemendur eða bekkinn allan. Það er því mikilvægt að veita börnum svigrúm til að grínast og hlæja í skólanum og þar með að þroska kímnigáfu sína. Þau verða til dæmis að fá að buna út úr sér brönd- urum þegar þau eru á því þroskastigi. Kennarar verða um leið að vera reiðubúnir að beina kímninni á réttar brautir til að koma í veg fyrir að hún verði illkvittin og breyt- ist í eineltishúmor. Kímnin á að vera tæki til ná árangri í félagslegum samskiptum, ekki til að útiloka eða niðurlægja aðra. Hún er um leið tæki til að átta sig á skráðum og óskráðum reglum samfélagsins og takast á við þær með gagnrýnum huga. Hlut- verk kynjanna eru eitt skýrasta dæmið; þær staðalmyndir sem gjarnan eru dregnar upp af kynjunum sem kraftmiklum strákum og stilltum stelpum. fyndnar bækur um fjörugar stelpur eins og Línu langsokk og fíusól snúa þessum stöðluðu hugmyndum alveg á hvolf. Þannig afbyggir kímnin ríkjandi hefðir og gefur tækifæri til að byggja upp á nýtt. Slíkar fyrirmyndir geta verið nauðsynlegar báðum kynjum við að skynja og skilja samfélagið, uppgötva félagsleg hlutverk og greina á milli staðnaðra stað- almynda og raunverulegra tækifæra. KÍMNIGÁFUÐ BÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.