Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 43
43 Hæfileiki kímninnar til að skemmta lesendum er sjaldan dreginn í efa en gildi hennar í uppeldis- eða leiðbeiningarskyni er þó gjarnan véfengt. Kímni sem kennslu- efni krefst skapandi hugsunar og viðurkenningar á þeirri mótsögn að taka beri hlátur hátíðlega. Hún krefst viðurkenningar á því að kímni er mikilvæg leið barna til að tileinka sér viðeigandi hegðun. Börn beita kímni til að koma sér á rétta hillu, öðlast viðurkenningu og stíga næstu þroskaskref. Kímni sem er krefjandi og kallar á ígrundun styður börnin til aukins þroska. Þannig fengum við sem sátum á gólfinu á Hlíðaborg 1974 mikilvæga örvun með því að leita ósjálfrátt að ástæðu þess að tiltekið fyrirbæri var fyndið. við vorum á þriðja stigi kímnigáfuþroskans skv. kenningum Bergen (2003) og McGhee (1979) og hlógum mest að misræmi í hugtökum, t.d. hlutverkaskiptum. Þess vegna greindum við samfélagið um leið og við greindum störf í fyndin og ekki fyndin eftir því hvort strákur eða stelpa dró viðkomandi númer. Kímnin valt á þekkingu okkar og reynslu og okkur þyrsti í meiri þekkingu til að geta hlegið meira. Hláturinn sagði líka mikið um samfélagið sem við ólumst upp í – það er líklega ekki eins fyndið núna að stelpa eigi að verða lögga eða strákur að vinna í leikskóla. Það er hins vegar bæði fyndið og alvarlegt að fyndnar barnabækur skuli ekki vera notaðar með skipulagðari hætti í skólastarfi. Sé kímni notuð á markvissan hátt í skólastofunni verður hún tæki sem örvar þroska barnanna, vitsmunalegan, siðferðislegan og félagslegan. Íslenska orðið kímnigáfa segir allt sem segja þarf, án þess að vitnað sé í Howard Gardner eða nokkurn annan fjöl- greindarfræðing. HEimildir Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella.mrn.stjr. is/utgafur/adalnamskra_grsk_islenska.pdf. Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella.mrn.stjr. is/utgafur/adalnamskra_grsk_lifsleikni.pdf. Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella. mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_samfelagsgreinar.pdf. Bergen, D. (2003). Humor, play and child developement. Í A. J. Klein (Ritstj.), Humor in children’s lives: A guidebook for practitioners (bls. 17–32). Connecticut: Praeger. Brynhildur Þórarinsdóttir (2002). vitleysan er viturleg. Börn og menning, 17(1), 20–24. Cart, M. (1995). What´s so funny? Wit and humor in American children´s literature. New york: Harper Collins. Casson, A. (1997). Funny bodies. Transgressional and grotesque humour in English child- ren´s literature. Stokkhólmur: Bókmenntadeild Stokkhólmsháskóla. Dagný Kristjánsdóttir (2005). „Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn.“ Í Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir (Ritstj.), Í Guðrúnarhúsi (bls. 9–32). Reykja- vík: vaka-Helgafell og Bókmenntafræðistofnun HÍ. BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.