Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 43
43 Hæfileiki kímninnar til að skemmta lesendum er sjaldan dreginn í efa en gildi hennar í uppeldis- eða leiðbeiningarskyni er þó gjarnan véfengt. Kímni sem kennslu- efni krefst skapandi hugsunar og viðurkenningar á þeirri mótsögn að taka beri hlátur hátíðlega. Hún krefst viðurkenningar á því að kímni er mikilvæg leið barna til að tileinka sér viðeigandi hegðun. Börn beita kímni til að koma sér á rétta hillu, öðlast viðurkenningu og stíga næstu þroskaskref. Kímni sem er krefjandi og kallar á ígrundun styður börnin til aukins þroska. Þannig fengum við sem sátum á gólfinu á Hlíðaborg 1974 mikilvæga örvun með því að leita ósjálfrátt að ástæðu þess að tiltekið fyrirbæri var fyndið. við vorum á þriðja stigi kímnigáfuþroskans skv. kenningum Bergen (2003) og McGhee (1979) og hlógum mest að misræmi í hugtökum, t.d. hlutverkaskiptum. Þess vegna greindum við samfélagið um leið og við greindum störf í fyndin og ekki fyndin eftir því hvort strákur eða stelpa dró viðkomandi númer. Kímnin valt á þekkingu okkar og reynslu og okkur þyrsti í meiri þekkingu til að geta hlegið meira. Hláturinn sagði líka mikið um samfélagið sem við ólumst upp í – það er líklega ekki eins fyndið núna að stelpa eigi að verða lögga eða strákur að vinna í leikskóla. Það er hins vegar bæði fyndið og alvarlegt að fyndnar barnabækur skuli ekki vera notaðar með skipulagðari hætti í skólastarfi. Sé kímni notuð á markvissan hátt í skólastofunni verður hún tæki sem örvar þroska barnanna, vitsmunalegan, siðferðislegan og félagslegan. Íslenska orðið kímnigáfa segir allt sem segja þarf, án þess að vitnað sé í Howard Gardner eða nokkurn annan fjöl- greindarfræðing. HEimildir Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella.mrn.stjr. is/utgafur/adalnamskra_grsk_islenska.pdf. Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella.mrn.stjr. is/utgafur/adalnamskra_grsk_lifsleikni.pdf. Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar. (2007). Sótt 1. febrúar 2008 frá http://bella. mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_samfelagsgreinar.pdf. Bergen, D. (2003). Humor, play and child developement. Í A. J. Klein (Ritstj.), Humor in children’s lives: A guidebook for practitioners (bls. 17–32). Connecticut: Praeger. Brynhildur Þórarinsdóttir (2002). vitleysan er viturleg. Börn og menning, 17(1), 20–24. Cart, M. (1995). What´s so funny? Wit and humor in American children´s literature. New york: Harper Collins. Casson, A. (1997). Funny bodies. Transgressional and grotesque humour in English child- ren´s literature. Stokkhólmur: Bókmenntadeild Stokkhólmsháskóla. Dagný Kristjánsdóttir (2005). „Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn.“ Í Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir (Ritstj.), Í Guðrúnarhúsi (bls. 9–32). Reykja- vík: vaka-Helgafell og Bókmenntafræðistofnun HÍ. BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.