Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 48
48 UMBROT sé einfaldlega ekki hægt að skilja kennslu nógu vel til að geta bætt hana nema kenn- arar komi þar að og skoði sjálfir starf sitt með kerfisbundnum hætti (Cochran-Smith og Lytle, 1996). Í þessari grein verður greint frá starfendarannsókn sem fyrri höfundur, Jóna Guð- björg Torfadóttir, vann sem hluta af meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands. Rann- sóknin beindist að samskiptum kennara, sem var að hefja kennsluferil sinn, við einn nemendahóp sinn. fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðra samskipta í skólastofunni, bæði fyrir nám og kennslu (t.d. Hafdís Ingvarsdóttir, 2004; Lortie, 1975; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2004; Watson og Ecken 2003). Markmiðið með rannsókn- inni var að skoða viðbrögð nýliða í samskiptum við nemendur, þegar á þau reyndi, með það fyrir augum að bæta þau. Rannsóknarspurningarnar, sem lagt var upp með, lutu því að viðbrögðum við „óvæntum atvikum“ í skólastofunni, sem gátu vel verið af hversdagslegum toga en voru minnisstæð kennara eða nemendum (Tripp, 1993). Leitað var svara við þremur spurningum: Hvernig bregst ég við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi, hvernig finnst mér ég þurfa að bregðast við óvæntum atvikum í bekkj- arstarfi og hvernig vil ég bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi? Rannsókn þessi felur í sér ýmis nýmæli, bæði í innlendu og erlendu samhengi. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á samskiptum kennara og nemenda á yngri skólastigum er framhaldsskólinn enn lítt rannsakað svið (sjá t.d. Hargreaves, 2000; Hafdísi Ingvarsdóttur, 2004). Hér eru einnig þau nýmæli á ferð að móðurmálskennari er í brennidepli og ekki hefur verið mikið skrifað um starfendarannsóknir hér á landi þó að það hafi færst í vöxt á allra síðustu árum, eins og áður segir (Hafþór Guðjóns- son, 2008b). Ennfremur er ekki til önnur skjalfest íslensk rannsókn á gengi nýliða í kennslu í framhaldsskólum og fáar rannsóknir hafa verið birtar um samskipti nýliða og nemenda í skólastofum framhaldsskólanna, að því er best er vitað. Í þessari grein verður fjallað um aðferðafræði starfendarannsókna og kynntar verða rannsóknir og kenningar um samskipti kennara og nemenda og færni nýliða á þessu sviði. Þá verður sagt frá rannsókninni og niðurstöður hennar birtar í formi frásagnar. Loks verða meginþræðir rannsóknarinnar raktir og ræddir. Starfendarannsókn Hafþór Guðjónsson (2008a) segir hugtakið starfendarannsókn eiga sér beina samsvörun í enskri tungu þar sem það kallast practitioner research en hér undir heyri einnig ensku hugtökin action research, action inquiry, practical inquiry, teacher research og self-study. Hafþór skilgreinir hugtakið starfendarannsókn á eftirfarandi hátt: Í stuttu máli má segja að starfendarannsókn sé rannsókn sem starfsmaður gerir á eigin starfi í því augnamiði að skilja það betur og þróa til betri vegar. Grunn- hugmyndin er að læra í starfi: taka til athugunar reynslu sem maður verður fyrir og þá með þeim ásetningi að átta sig betur á því sem maður er að gera og hvaða afleiðingar gerðir manns hafa (Hafþór Guðjónsson, 2008b). Starfendarannsóknum í skólum má finna stað innan ýmissa hefða (Noffke og Steven- son, 1995) en talið er að hugtakið „kennarinn sem rannsakandi” (teacher as a researcher)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.