Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 48
48
UMBROT
sé einfaldlega ekki hægt að skilja kennslu nógu vel til að geta bætt hana nema kenn-
arar komi þar að og skoði sjálfir starf sitt með kerfisbundnum hætti (Cochran-Smith
og Lytle, 1996).
Í þessari grein verður greint frá starfendarannsókn sem fyrri höfundur, Jóna Guð-
björg Torfadóttir, vann sem hluta af meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands. Rann-
sóknin beindist að samskiptum kennara, sem var að hefja kennsluferil sinn, við einn
nemendahóp sinn. fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðra samskipta
í skólastofunni, bæði fyrir nám og kennslu (t.d. Hafdís Ingvarsdóttir, 2004; Lortie, 1975;
Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2004; Watson og Ecken 2003). Markmiðið með rannsókn-
inni var að skoða viðbrögð nýliða í samskiptum við nemendur, þegar á þau reyndi,
með það fyrir augum að bæta þau. Rannsóknarspurningarnar, sem lagt var upp með,
lutu því að viðbrögðum við „óvæntum atvikum“ í skólastofunni, sem gátu vel verið
af hversdagslegum toga en voru minnisstæð kennara eða nemendum (Tripp, 1993).
Leitað var svara við þremur spurningum: Hvernig bregst ég við óvæntum atvikum í
bekkjarstarfi, hvernig finnst mér ég þurfa að bregðast við óvæntum atvikum í bekkj-
arstarfi og hvernig vil ég bregðast við óvæntum atvikum í bekkjarstarfi?
Rannsókn þessi felur í sér ýmis nýmæli, bæði í innlendu og erlendu samhengi.
Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á samskiptum kennara og nemenda á yngri
skólastigum er framhaldsskólinn enn lítt rannsakað svið (sjá t.d. Hargreaves, 2000;
Hafdísi Ingvarsdóttur, 2004). Hér eru einnig þau nýmæli á ferð að móðurmálskennari er í brennidepli og ekki hefur verið mikið skrifað um starfendarannsóknir hér á landi
þó að það hafi færst í vöxt á allra síðustu árum, eins og áður segir (Hafþór Guðjóns-
son, 2008b). Ennfremur er ekki til önnur skjalfest íslensk rannsókn á gengi nýliða í
kennslu í framhaldsskólum og fáar rannsóknir hafa verið birtar um samskipti nýliða
og nemenda í skólastofum framhaldsskólanna, að því er best er vitað.
Í þessari grein verður fjallað um aðferðafræði starfendarannsókna og kynntar verða
rannsóknir og kenningar um samskipti kennara og nemenda og færni nýliða á þessu
sviði. Þá verður sagt frá rannsókninni og niðurstöður hennar birtar í formi frásagnar.
Loks verða meginþræðir rannsóknarinnar raktir og ræddir.
Starfendarannsókn
Hafþór Guðjónsson (2008a) segir hugtakið starfendarannsókn eiga sér beina samsvörun í enskri tungu þar sem það kallast practitioner research en hér undir heyri einnig ensku
hugtökin action research, action inquiry, practical inquiry, teacher research og self-study.
Hafþór skilgreinir hugtakið starfendarannsókn á eftirfarandi hátt:
Í stuttu máli má segja að starfendarannsókn sé rannsókn sem starfsmaður gerir
á eigin starfi í því augnamiði að skilja það betur og þróa til betri vegar. Grunn-
hugmyndin er að læra í starfi: taka til athugunar reynslu sem maður verður fyrir
og þá með þeim ásetningi að átta sig betur á því sem maður er að gera og hvaða
afleiðingar gerðir manns hafa (Hafþór Guðjónsson, 2008b).
Starfendarannsóknum í skólum má finna stað innan ýmissa hefða (Noffke og Steven-
son, 1995) en talið er að hugtakið „kennarinn sem rannsakandi” (teacher as a researcher)