Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 72
72
FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA
Woolfolk Hoy og Burke Spero (2005) setja fram gagnlegar ábendingar um hvernig
megi byggja upp og viðhalda faglegu sjálfstrausti. Þær undirstrika ábyrgð hvers kenn-
ara á sjálfum sér og benda á að þeir þurfi að hafa í huga hve miklu máli það skiptir að
þeir nýti sér áhrif sín sem fagmenn. Þeir verði sjálfir að standa vörð um hæfni sína með
því að leita eftir fyrirmyndum og leiðbeinendum, biðja um nauðsynleg kennslutæki,
halda skrá yfir það sem vel gengur hjá þeim, og einnig með því að finna sér samstarfs-
hóp sem trúir á getu nemenda og læra af því fólki. Rannsóknir á faglegu sjálfstrausti
Hjá Woolfolk Hoy og Burke Spero (2005) kemur fram að kennarar með gott faglegt
sjálfstraust leggi yfirleitt meira af mörkum til skipulags og hafi meiri eldmóð en þeir
sem hafa minna faglegt sjálfstraust. Þeir séu opnari fyrir nýjum hugmyndum og vilj-
ugri að reyna nýjar aðferðir til að mæta betur þörfum nemenda sinna (t.d. Cousins
og Walker, 2000). Einnig kemur fram að kennarar hafi tilhneigingu til að leggja meiri
áherslu á kennslu á þeim sviðum þar sem faglegt sjálfstraust þeirra er gott og minni
áherslu þar sem þeir hafa minni trú á sjálfum sér. Chen, Goddard og Casper (2004)
staðfestu tilgátu sína um að almennt sjálfsmat hafi áhrif á starfstengt sjálfsmat, og það
hafi síðan áhrif á viðhorf til starfs og vinnustaðar.
Brouwers og Tomic (2000) sýndu fram á tengsl milli faglegs sjálfstrausts kennara og
kulnunar, þannig að þegar bekkjarstjórnun þeirra er lítil, þ.e. þeir eiga erfitt með að
stjórna bekknum sínum, auki það á hlutgervingu. Hún er einn af undirþáttum kuln-
unar; átt er við að kennarinn fjarlægist verkefni sín og nemendur og hann líti fremur á
þá sem hluti en fólk. Því er mikilvægt að huga að nægri færni í bekkjarstjórnun þegar
á að fyrirbyggja og meðhöndla kulnun.
Hoy og Woolfolk (1993) gera ráð fyrir að tengsl milli faglegs sjálfstrausts kennara og
skólans sem stofnunar séu gagnkvæm. Skólabragur hefur áhrif á faglegt sjálfstraust,
sem svo aftur hefur áhrif á það hvernig kennarar skynja skólabraginn. Rannsókn þeirra
leiddi í ljós að áhrif skólastjórans og bóknámsáherslur skólans skiptu mestu máli, og
sjálfstraust kennara tengdist viðbrögðum stjórnenda við að leysa úr vandamálum við
bekkjarstjórnun og kennslu. Hvorki virtist sem samskipti eða samband kennara við
skólastjóra skipti þarna máli. Líkur eru leiddar að því að persónulega notalegt og
styðjandi vinnuumhverfi í skóla geti skipt máli fyrir andlega vellíðan kennara, gert
þá ánægðari í starfi og/eða dregið úr streitu, þótt það virðist hafa lítil áhrif á faglegt
sjálfstraust þeirra gagnvart erfiðum nemendum.
Hipp og Bredeson (1995) telja að í krafti stöðu sinnar hafi skólastjórnendur einstakt
tækifæri til þess að stuðla að nýbreytni og hafa styðjandi og hvetjandi áhrif á faglegt
starf. Í rannsókn sinni fundu þau sterk tengsl milli faglegs sjálfstrausts kennara og
skólastjóra sem er góð fyrirmynd í faglegu starfi og veitir virka og sanngjarna umbun.
Kennarar sem telja sig fá ónógan stuðning frá skólastjóra og samkennurum gengur
verr að afla sér stuðnings, og það veldur enn frekari einkennum kulnunar (Brouwers,
Evers og Tomic, 2001). Kemur það heim og saman við rannsóknir sem sýna að stuðn-
ingur og hvatning í starfi er kennurum mikilvæg og fyrirbyggir kulnun (Anna Þóra
Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b; Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001;
Anna Þóra Baldursdóttir, 2000; Travers og Cooper, 1996).