Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 75
75 vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR um hjúskaparstöðu. Eftirfarandi vinnustaðarþættir voru kannaðir: a) margvíslegar eigin spurningar, t.d. um vinnutíma og b) spurningalisti um heilsufar á vinnustöðum (Leiter og Maslach, 2000), en áður hefur verið greint frá niðurstöðum um hann (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007a). Þá var lagður fyrir c) spurn- ingalisti Schwab og Iwanicki (1982), sem áður hefur verið greint frá niðurstöðum um (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b). Áður hefur verið greint frá niðurstöðum um kulnun (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b), en til að meta hana var MBI-spurningalistinn not- aður (Maslach Burnout Inventory). Þar má sjá umfjöllun um fræðilega hlið kulnunar, erlendar rannsóknir og fyrri rannsókn annars rannsakenda (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000). Rannsakendur höfðu í huga ýmsar tilgátur annarra höfunda, sem þó tengdust ekki beint þessari rannsókn. Til dæmis að samband væri milli almenns sjálfstrausts og fag- legs sjálfstrausts (Chen o.fl., 2004), sem og milli kennaranáms og faglegs sjálfstrausts (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004; Hoy og Woolfolk, 1993). Ennfremur að samband væri milli faglegs sjálfstrausts og kulnunar annars vegar og námsárangurs og námsáhuga nemenda hins vegar (Hoy og Woolfolk, 1993). Þessir þættir eru merktir inn á tilgátu- líkanið til að benda á að áhugavert væri að raunprófa þá í þessu samhengi, en þeir koma ekki við sögu að öðru leyti í þessari rannsókn. Mynd 1 – Tilgátur um orsakir kulnunar. aðfErð Spurningalisti var lagður fyrir kennara í þeim skólum sem þátt tóku í rannsókn- inni. Notuð var styttri útgáfa af spurningalista Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy um mat kennara á faglegu sjálfstrausti sínu (The Teachers’ Sense of Efficacy Scale, TSES). Þessi spurningalisti var valinn vegna þess að hann er byggður á kenningum um faglegt sjálfstraust kennara. Hann er einfaldur í notkun, spurningarnar eru skýrar og undirþættir hans sömuleiðis. Höfundar listans útskýra aðferðir við gerð hans á greinargóðan hátt og hann uppfyllir vel aðferðafræðilegar kröfur um góðan áreið- anleika undirþáttanna. Í honum eru 12 spurningar (sjá töflu 1) um möguleika kennara á að aðstoða og hvetja nemendur sína, halda uppi aga og bekkjarstjórnun og sinna kennslu á faglegan hátt, m.a. með fjölbreyttum aðferðum. Hver spurning gefur eitt til Vinnustaðarþættir Hlutverkaskýrleiki/-árekstrar Eigin spurningar, heilsufar vinnustaðar Faglegt sjálfstraust Teacher self-efficacy scale (TSES) Nám kennara Almennt sjálfstraust Námsárangur og námsáhugi nemenda Bakgrunnsþættir Kyn, menntun, starfsreynsla, starfshlutfall, bekkjarstærð o.fl. Kulnun Maslach Burnout Inventory (MBI)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.