Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 79
79 vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR Tafla 5 – Samband faglegs sjálfstrausts og kulnunar við vinnustaðarþætti. Faglegt sjálfstraust Kulnun Bekkjar- Kennsla Hvatning Tilfinninga- Hlut- Starfs- stjórnun þrot gerving árangur Vinnustaðarþættir • Spurningalisti Rizzo o.fl. Hlutverkaskírleiki –,313** –,226** –,252** ,192** ,177** ,173** Hlutverkaárekstur –,298** –,193** • vinnuskilyrði – spurn. rannsakenda fjarlæg skilyrði –,181* –,297** –,316** ,275** ,283** –,218** Hvatning til kennara –,242** –,230** –,199** ,297** –,179* faglegur aðbúnaður skólans –,234** Þættir í kennarastarfinu –,349** –,385** –,309** ,170* –,287** • Heilsufarsþættir Leiter og Maslach vinnuálag –,309* Umbun ,165* ,290** Starfssamfélag –,208** ,186* ,213** Gildismat –,220** –,213** ,193* ,225** –,190* verkstjórn ,173* Samskipti ,198* ,233** Samstaða hópsins ,230** ,196* Pearson fylgni, ** p<0,01 * p<0,05 Allir þrír undirþættir bæði faglegs sjálfstrausts og kulnunar hafa fylgni við hlutverka- skýrleika, þ.e. hversu skýrt kennarinn telur þau hlutverk vera skilgreind sem honum ber að sinna, (tafla 5), og sterkast er sambandið við bekkjarstjórnun. Því virðist vera orsakasamband þar á milli á þann veg að því skýrara sem kennarinn upplifir hlut- verk sitt því sterkara er faglegt sjálfstraust hans og þeim mun minna finnur hann til kulnunar. orsakasambandið getur reyndar einnig verið á þann veg að því sterkara sem faglegt sjálfstraust kennarans er þeim mun minna máli skiptir það hann hvort hlutverk hans sem kennara eru að öllu leyti skýr. Um hlutverkaárekstra gegnir öðru máli, því þeir hafa aðeins fylgni við tvo undirþætti kulnunar og engan þátt faglegs sjálfstrausts. Þannig er ekki að sjá að árekstrar milli mismunandi hlutverka í starfinu hafi áhrif á faglegt sjálfstraust eða kulnun hjá þátttakendum. Hvað eigin spurningar rannsakenda varðar reynist fjarlæg skilyrði hafa fylgni við alla undirþætti faglegs sjálfs- trausts og alla undirþætti kulnunar. Það gefur tilefni til að draga þá ályktun að því betur sem kennurum finnst aðalnámskrá styðja við starfið og virðing ríkja í þjóðfélag- inu fyrir kennarastarfinu þeim mun meira sé faglegt sjálfstraust þeirra og þeim mun minna finni þeir til kulnunar. Hvatning til kennara sýnir fylgni við alla undirþætti faglegs sjálfstrausts, bekkjarstjórnun, kennslu og hvatningu, og tvo undirþætti kulnunar, hlutgervingu og starfsárangur. Þar má því draga þá ályktun að hvatning, stuðningur og hrós frá skólastjórnendum ásamt stuðningi og hrósi frá samkennurum og foreldrum byggi upp faglegt sjálfstraust kennara og vinni gegn kulnun. Aðbúnaður í viðkomandi

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.