Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 90

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 90
90 S IÐFERÐ I L EGT UPPE LD I OG MENNTUN virðinguna ber og virðing er borin fyrir er ein og sama persónan geta ekki gilt sömu viðmið og þegar um er að ræða tvær persónur eða fleiri. Sjálfsvirðing kemur fram í því hvað við segjum, hvernig við rökstyðjum það, hvaða bláum bönnum við erum undir engum kringumstæðum reiðubúin að víkja frá. Í atriðum sem þessum birtist hvaða augum við lítum okkur sjálf og það er einmitt þar sem sjálfsvirðinguna er að finna. Í virðingu felst líka ákveðin fjarlægð frá öðrum persónum sem stafar af því hvernig virðingin er skilgreind. við erum ekki að kássast upp á annað fólk bara af því að okkur langar til þess eða höfum þörf fyrir það, einmitt vegna þess að annað fólk á kröfu til þess að það gefi okkur leyfi til þess að hafa afskipti af sér eða nálgast sig. við orðum það stundum svo að hver manneskja sé sjálfstæð og þá vísum við til þessarar forsendu að hver manneskja ráði sér sjálf og eigi kröfu til þess að ákveða það sjálf hverjir fái að nálgast hana. Umhyggjan er öðruvísi. Umhyggjusamband er að ein manneskja elur önn fyrir annarri eða þolir önn fyrir aðra. Umhyggjan birtist í viðhorfum og hegðun, hvað maður segir og gerir fyrir aðra manneskju í nánd við hana. Umhyggjan á fyrst og fremst við í samskiptum við aðrar manneskjur þegar maður hefur forsendur til að vera þeim náinn, hefur leyfi til að skipta sér af þeim, hvort sem þær forsendur eru persónulegar eða faglegar eins og hjá starfsstéttum á borð við kennara eða hjúkrunar- fræðinga. Það ætti því ekki að koma á óvart að ýmsir fræðimenn sem skrifað hafa um kennara og hjúkrunarfræðinga hafa talið að umhyggja ætti að vera ein gildasta stoðin í fagmennsku þeirra. Sigrún nýtir sér þessar umræður í því sem hún hefur að segja um umhyggju. Þriðji hluti bókarinnar ber heitið „Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda“. Efni þessa hluta er fengið úr stórri rannsókn Sigrúnar einmitt á því hvernig skynsam- legt sé að hlúa að félags- og tilfinningaþroska nemenda. Hún gerði stóra rannsókn á samskiptahæfni nemenda og kynnir niðurstöður hennar. Í framhaldi af henni samdi Sigrún kennsluefni á þessu sviði og prófaði það. Kennsluefnið krafðist þess að kenn- ararnir endurskoðuðu kennslu sína og margvísleg viðhorf til nemenda sinna og sjálfra sín. Einstakir kennarar prófuðu námsefnið, heilir skólar og það var líka útbúið náms- efni fyrir foreldra. Niðurstaðan úr þessum rannsóknum virðist vera sú að kennararnir meta það svo að nemendurnir hafi tekið framförum í samskiptum, þeir hafi þroskast, kennararnir sjálfir hafi þroskast í starfi og foreldrarnir hafi bætt samskipti sín við eig- in börn. Hún dregur líka fram að ýmislegt bendi til að þeim nemendum sem hafi þroskast félagslega og tilfinningalega vegni betur í námi en þeim sem ekki hafi fengið þá þjálfun og kennslu sem námsefni hennar býður upp á. fjórði hlutinn greinir frá rannsókn á sýn kennara á uppeldi og menntun. Í þess- um hluta er sérstaklega hugað að fagmennsku kennara. Hér beitir Sigrún svonefndri lífssöguaðferð sem felst í því að láta kennarana segja frá því af hverju þeir gerðust kennarar. Þar kemur í ljós að það er oft og iðulega ákveðið samhengi á milli þess af hverju einhver varð kennari, þeirra kennslu hátta sem hann beitir og þeirra markmiða sem hann setur sér. Í þessum hluta setur Sigrún fram þróunarlíkan um samhengi á milli áhuga kennarans á viðfangsefni sínu, þeirra markmiða sem hann setur sér og kennsluhátta. Þessir þrír þættir mynda uppistöðuna í uppeldis- og menntunarsýn kennara og þeir tengjast allir lífssögunni. Líkanið gerir svo ráð fyrir að með reynslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.