Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 15
STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON 7
Jensen í Bjarnarhöfn vestur, en hafnaði því boði. Um
haustið fór liann norður, m. a. til þess að ráðstafa skepn-
um sínum til sölu, en liann hafði þá komið sér upp
nokkrum fjárstofni. Kvaddi síðan æskuheimili sitt o{t
sveit í síðasta sinn sem heimilismaður þar. Mun það ekki
hafa verið sársaukalaust svo trygglyndum manni og
lijartalieitum, sem Steingrímur var, þótt liann dvldist
löngum fyrir mönnum um það, hvað innst bjó með lion-
um og dýpst var grafið í hugskoti lians. En hér var raun-
ar meira í efni. Hann var ekki aðeins að kveðja lieimili
sitt og æskustöðvar. Hann var að kveðja sitt fyrra líf,
liverfa frá þeim áformum, sem liann hingað til hafði al-
ið með sér. Framundan var allt í óvissu.
Það er ekki í fyrsta sinn, sem ástamál valda ævilivörf-
um.
III.
Steingrímur tók við fjárgeymslunni enn sem fyrr, er suð-
ur kom lil Hvanneyrar aftur. Þennan vetur, 1919—1920,
voru snjóalög meiri um Borgarfjörð og víðar en menn
áður mundu. Fénaður allur í húsum inni vetrarlangt og
erfitt um ferðalög og aðdrætti fyrir ófærðar sakir og ótíð-
ar. Um þessar mundir hafði Halldór skólastjóri o. fl. í
seli í Sveinatungu í Norðurárdal. Þar varð haglaust um
veturinn og heylaust. Fól þá Halldór Steingrími alla for-
sjá — og mun honum sízl liafa verið aufúsa á að taka
þarna við. En með hyggindum sínum, æðruleysi og þreki
tókst lionuni að bjarga því, sem bjargað varð.
Steingrímur sinnti félagsmálum alhnikið, var formað-
ur ungmennafélags sveitarinnar og sat í stjórn Héraðs-
sambands ungmennafélaganna í Borgarfirði. Þótti sýnt,
að liann mundi til nokkurrar forystu fallinn. Hann tók
inikinn þátt í félagslífi skólans á Hvanneyri og talaði
oft á málfundum. Mun sú þjálfun, er liann þannig hlaut
í félagsmálastarfsemi og ræðumennsku, liafa komið hon-
um að góðu gagni síðar meir.