Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 50
42
BÚNAÐARRIT
Vestmannaeyjar, Reykjavík, Isafjörð, Siglufjörð, Ak-
ureyri, Húsavík, Seyðisfjörð, Norðfjörð og Reyðarfjörð.
Á ýmsar aðrar liafnir tekur félagið kjarnfóðurslatta fyrir
sama farmgjald pr. smálest eftir samkomulagi og með
nokkrum fyrivara, allt niður í 15 smálestir á liöfn, ef
ekki er um mikinn krók að ræða, en stærri slatta þurfi
að vera um að ræða, til þess að skipin leggi stóra lykkju
á leið sína, eins og t. d. inn á Hvammstanga, svo dæmi sé
nefnt.
Skipadeild SlS fylgir ákveðnari reglum. Skip Sam-
bandsins koma beint frá útlöndum á allar helztu hafn-
irnar, en flvtja líka fyrir sama farmgjald slatta af kjarn-
fóðri á flestar miðlungs og minni hafnir, sé flutningur-
inn pantaður með tveggja mánaða fyrirvara og inagn
kjarnfóðurs pr. liöfn a. m. k. 25 smálestir.
Skip beggja þessara félaga koma ekki á einstaka smá-
liafnir.
Þá skal þess getið, að skipafélögin flytja nú ósekkjað
og ómalað kjarnfóður til landsins fyrir mun lægri farm-
gjöld en sekkjavöru.
Ekki virðast tilmæli Búnaðarþings til innflytjenda
fóðurvöru um samvinnu til þess að leysa vandann liafa
horið mikinn árangur. Samkvæmt hréflegu svari eins af
innflytjendum fóðurs kemur eftirfarandi fram:
„Nokkrar umræður hafa farið fram milli aðalinnflytj-
endanna um hugsanlega samvinnu þeirra á miRi um inn-
flutning og vinnslu á ómöluðu korni. Niðurstaðan liefur
orðið sú, að sökum liinna sérstöku staðhátta og dreifing-
arvandamála liér á landi, muni það að svo stöddu ekki
vera hagkvæmt að stefna að of mikilli „centraliseringu“,
heldur muni lientugra, að innflytjendurnir noti núver-
andi fóðurverksmiðjur sínar með þeim viðauka, sem
nauðsynlegur er til innflutnings og vinnslu á ómöluðu
fóðurkorni.
Hins vegar er ef til vill ekki óhugsandi, að hagkvæm
samvinna gæti tekizt í vissum tilfellum um sjálf innkaup-