Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 142
134
BÚNAÐARRIT
séð' um spjaldskrána og liaft umsjón ineð áskrift og inn-
lieimtu áskriftargjalda, en xitsending fer nú fram að öllu
leyti á skrifstofu Búnaðarfélagsins, þar eð ritið hefur
eignazt tæki og tækni til að liraðstimpla utanáskriftir.
Upplag ritsins var 4000 eintök. Rúmmál Freys var
aukið nokkuð á árinu, og liann kom út 18 sinnum.
Áskriftargjald var hækkað í kr. 200.00 árgangurinn.
Stéttarsamband bænda er meðútgefandi eins og verið
hefur síðan í ársbyrjun 1946. Með aukningu ritsins hefur
verið hætt inn á efnisskrá nýjum atriðum svo sem þjóð-
legum fróðleik og auknu efni af vettvangi daglegra
atliafna, sem nánast má telja til frétta.
Enn er ekki hægt að sameina viðhorf þeirra, sem telja
blaðið ekki nógu faglegt og liinna, sem telja það of fag-
legt, en nokkuð ætti að vera lianda öllum.
Færri höfundar liafa skrifað í Frey á árinu en nokkru
sinni síðastliðin tuttugu ár, eða aðeins 47. Segja má þó,
að nokkurt efni að auki sé frá öðrum komið, þó að það
sé túlkað með orðum viðmælenda, en ekki eða að litlu
leyti af þeim, sem heim eru sóttir.
Pappír Freys er lakari en verið liefur, og rýrir það
gildi ritsins, og til mála kom að bæta um til betri pappírs,
en fyrir áramótin síðustu voru gerðar ráðstafanir til þess
að fyrirbyggja frekari verðþenslu í þjóðfélaginu, og taldi
útgáfustjórn rétt að vera með og breyta engu til hækkun-
ar og þá ekki þessu atriði til betrunar, en margar umbæt-
ur kosta fjármuni. Á meðan laklegur pappír er notaður,
verða myndir lélegri en ella, en við það verður að sitja
í bili, þótt sumum þyki miður.
Tölusetlar síður ritsins voru 546 á árinu í stað 396
árið áður.
2. Búnaðarfræðslan
Enda þótt útgáfa FREYs teljist til almennrar húnaðar-
fræðslu, eru það og fleiri atriði, sem flokkast þar undir,