Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 174
166
BÚNAÐARRIT
rubra var. genuina). Þetta afbrigði liefur mestmegnis ver-
ið notað í sandatúnin, svo sem á Skógasandi, Sóllieima-
sandi, í A.-Skaftafellssýslu, og að sjálfsögðu bér í Gunn-
arsholti.
Þau þrettán ár, sem ég liefi veitt landgræðslustarfinu
forstöðu, liefur verið lögð aðaláherzla á Þingeyjarsýslur,
einkum bálendið, enda var þörfin mikil, og mér er
nær að balda, að stór Iduti af Axarfirði væri ekki lengur
í byggð, ef ekkert hefði verið aðhafzt í þessum málum.
Þetta liefur liaft þau áhrif á starfsemina, að ýms eldri
svæðin bafa orðið að sitja á hakanum, sökum takmark-
aðs fjármagns og fjárfrekra framkvæmda á nýju svæðun-
um.
Á s. 1. ári var dreift úr flugvél tæpum 350 tonnum af
áburði, aðallega innan sandgræðslugirðinga, en auk þess
nokkuð í Landsveit. Þetta var snöggtum minna en tii
stóð, sökum þess, sem alþjóð er kunnugt um, að í byrjun
áburðarflugsins eyðilagðist áburðarflugvélin. En með
samstilltu átaki tókst að útvega nýja flugvél, sem er
helmingi afkastameiri beldur en eldri vélin.
Sáning og áburðardreifing úr flugvélum er nú orðinn
mikilsverður þáttur í landgræðslu og mun verða stór-
aukinn nú á næstunni, meðal annars vegna þess að tekizt
liefur að fastráða hinn reynda flugmann, Pál Halldórsson,
sem miklar vonir eru bundnar við.
Áætlað er að dreifa 800 - 1000 tonnum á þessu ári, og
er þá vélin fnllnýtt. Mun því brátt verða þörf fvrir aðra
vél.
Landgræðsla ríkisins aðstoðar Vegagerð ríkisins með
sáningu meðfram vegum, einkum meðfram Þjórsárdals-
vegi. Verður þessu aðstoðarverki baldið áfram, og ber
að fagna því, að nú ríkir góður skilningur á þessum mál-
um lijá Vegagerð ríkisins.
í janúar 1967,
Páll Sveinsson.