Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 54
46
BÚNAÐARRIT
Utanferðir búnaðarmálastjóra
Hans C. Cliristiansen, forstjóri Konunglegu Grænlands-
verzlunarinnar, bauð búnaðarmálastjóra ásamt Gísla
Kristjánssyni og konum þeirra í viku ferðalag um Eystri-
byggð í Grænlandi. Við tókum boði þessu með þökkum,
en þegar til kom, gat Gísli því miður ekki tekið þátt í
förinni vegna veikinda.
Hans C. Christiansen og dóttir lians komu hingað til
lands liinn 11. maí og dvöldust hér þrjá daga. Hinn 15.
maí flugum við í fylgd með þeim til Grænlands. Við
ferðuðumst á sjó og landi í þá sjö daga, sem við dvöld-
umst á Grænlandi og lieimsóttum mörg bændabýli. Enn-
fremur komuin við í nokkra kaupstaði í Eystribyggð,
svo sem Julianehaab, Narssaq og Sydpröven. 1 Narssaq
var okkur sýnd verksmiðja, sem er í senn liraðfrystihús,
rækjuverksmiðja og sláturhús; þar er slátrað fé frá ágúst-
byrjun til októberloka ár hvert, og er meðferð kjötsins
til fyrirmyndar, eins og raunar öll vöruvöndun hjá fyrir-
tæki þessu. Þar er nokkuð af kjötinu stykkjað og sett í
neytendaumbúðir, áður en það er fryst. Auðveldar það
sölu kjötsins, a. m. k. á meginlandi Evrópu, en ég læt
ósagt, að grænlenzkir fjárbændur fái kostnaðinn fylli-
lega uppborinn í hærra verði, en allt er gert til þess að
auka álit vörunnar, og getur verið, að það borgi sig,
þegar frá líður.
Louis Jensen, ráðunautur grænlenzku fjárbændanna,
og kona hans, Martine, voru í fylgd með okkur í Græn-
landi. Var það okkur til ómetanlegs gagns, þar eð þau
hjónin voru ekki aðeins fróð um alla hluti, er máli
skiptu, bæði búskapinn nú á dögum og ýmislegt varð-
andi hin gömlu býli og sögu Grænlendinganna fornu,
heldur voru þau h'ka túlkar milli okkar^og Grænlend-
inga, en fáir þeirra tala dönsku að ráði. Sauðfé Græn-
lendinga s. 1. vetur var talið um 40 þúsund. Bændabýlin
eru milli þrjátíu og fjörutíu, en fjáreigendur alls um