Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 279
S AU Ð FJ Á R RÆKTARFÉLÖ G I ÍN
271
ísafjarðarsýslu 26,9 k>z. Árið áður voru afurðir eftir á
með lambi minni en 20 kg í þremur sýslum. Mestar af-
urðir eftir hverja á liafa S.-Þingeyingar 25,9 kg. Þetta
er mjög góður árangur, einkum ef tekið er tillit til þess,
að S.-Þingeyingar liafa fleiri ær á skýrslu en nokkur
önnur sýsla, eða 4381 á. Næst kemur Árnessýsla með
4176 ær á skýrslu.
1 töflu 4 er gefið yfirlit yfir afurðir félagsmanna, sem
höfðu yfir 90 ær á skýrslu og framleiddu meira en 21,9
kg af dilkakjöti eftir framgengna á.
Efstur á þessum lista er Karl Áðalsteinsson, Smáhömr-
um, Sf. Kirkjubólshrepps með 29,1 kg eftir hverja á,
en liann var einnig liæstur árið áður, þá með 29,5 kg
eftir liverja á. Á síðastliðnu ári voru 20 félagsmenn á
listanum, en eru nú 35 og hefur því fjölgað um 15 frá
árinu áður. Það þarf góða fjármennsku og niikla vinnn
til að ná þeim árangri, sem þeir, er á þessum lista eru,
hafa náð. Hér er þó sérstök ástæða til að minnast á ár-
angur Jóhanns bónda Helgasonar, Leirhöfn, sem er með
25,6 kg af dilkakjöti eftir liverja á, en þær eru 587, eins
og kemur fram á skýrslunni. Alls eru 5 félagsmenn vir Sf.
Kirkjuhólshrepps á skránni, 4 úr Sf. Þistll og Sf. Mývetn-
inga og 3 úr Sf. Sléttunga, en hinir eru víðs vegar að af
landinu. Af því sést, að jiessu ætti að vera hægt að ná
livar sem er, eða nærfellt livar sem er á landinu.
Gæðamat falla
Mikið vantar enn á, að upplýsingar um gæðamat falla
fáist. Gæðamat vantaði alveg lijá 6 félögum, en auk
þess hjá einstökum félagsmönnum í öðrum félögum. Á
þessu þarf að verða hreyting. Alls voru upplýsingar um
gæðamat á 29.143 föllum. Af þeim fóru 80,8% (80,0) í I.
fl., 15,8% (15,8) í II. fl. og 3,4% (4,2) í III. fl. Töl-
urnar í svigum eru frá árinu áður. Flokkun er nú betri
en 1964 og hefur aldrei verið jafn góð og nú. Að þessu