Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 113
SIvYRSLUR STARFSMANNA
105
verið tekið á Lundi undir byggingu nijólkurvinnslubús.
í stað þessa hefur S. N. E. fengið yfirráð yfir 15,6 lia
lands í Kollugerði, sem er í eign Akureyrarkaupstaðar.
Fullunnir voru um 4 ba af landi til sáningar næsta vor.
Bústofn og framkvœmdir í Laugardælum. 1 árslok voru
á fóðrum í Laugardælum 50 búskýr, 46 kvígur að 1. og 2.
kálfi í afkvæmarannsókn, 23 kvígur á 2. ári og 31 kvígu-
kálfur, auk 32 nauta og 2 uxa á kynbótastöðinni í Þor-
leifskoti, alls 184 nautgripir. Svínaeign var 11 gyltur, 1
göltur og 128 grísir. Hross voru 37 og hænsni 700. Ungað
var út 10 þús. hænuungum á árinu og þeir seldir viðs
vegar uni Snðurland. Alfa-Matik rörmjaltavél og mjólk-
urgeymir með kælitækjum var sett upp í mjólkurliúsið
í Laugardælum. Sáð var fóðurkáli og höfrum í 5 ha lands
og aðrir 4 ha búnir undir ræktun.
Tilraunir. Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins voru gerðar nokkrar tilraunir á Lundi og í Laugar-
dælum að frumkvæði búfjárræktarnefndar Tilraunaráðs
landbúnaðarins, sem skipulagði þær. Er liér í rauninni
um beint framliald að ræða á þeirri tilraunastarfsemi,
sem Tilraunaráð búfjárræktar stóð að áður.
Á Lundi var gerð 3. tilraunin nteð kálfaeldi á nýmjólk-
ur- og undanrennudufti til kjötframleiðslu við um 100
daga aldur. Voru 12 nautkálfar liafðir í tilrauninni eins
og undanfarin ár, en nú var þeim skipt í tvo jafna flokka.
Fékk annar þeirra nýmjólkur- og undanrennuduft í lilut-
fallinu 1:9 miðað við þunga, en liinn flokkurinn í hlut-
fallinu 1:4, eins og verið liafði í 2. tilrauninni, sem gerð
var árið áður. Kálfarnir, sem fengu minna af nýmjólkur-
dufti, urðu lystarlitlir, og drápust 4 þeirra á þriggja
vikna tímabili um mitt tilraunaskeiðið og hinn 5. rétt
fyrir lok þess. Hann liafði þó náð góðum vænleika eins
og sá, sem lifði. Allir kálfarnir í liinum flokknum lifðu
og náðu flestir góðum þroska.
Um tilraunir í Laugardœlum liefur Hjalti Gestsson
tekið saman eftirfarandi samkvæmt beiðni: