Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 66
BÚNAÐARRIT
58
2. Ef jörðin er í eyði eða líkur fyrir því, að hún fari í
eyði á nœsta ári.
3. Ef ræktunarskilyrði eru ekki fyrir liendi, eða jörðin
telst ekki búrekstrarhæf að dómi liéraðsráðunautar
og úthlutunarnefndar.
4. Ef býlið er í ábúð manns, sem ekki hefur landbúnað
að aðalatvinnu og hefur lífvænlegar tekjur, án þess
að stækka húið.
Þessa tilliögun samþykkti landbúnaðarráðuneytið.
títhlutunarnefndin liefur, í samvinnu við héraðsráðu-
nauta, stuðlað að því, að ræktunarsambönd viðkomandi
byggðarlaga tækju að sér að vinna hjá þeim bændum,
sem eiga rétt á aukaframlagi af þessu fé. Aukaframlagið
er greitt að nokkru leyti í hlutfalli við ræktunarkostn-
aðinn hjá hverjum bónda.
Fyrst voru teknir fyrir hinir afskekktari landshlutar.
Ákveðið hefur verið, livaða bændur geti orðið aðnjótandi
jressara aukaframlaga til ræktunarframkvæmda í eftir-
töldum byggðarlögum: 1 öllum sveitum í Múlasýslum
báðum, í Vestur-Skaftafellssýslu, Strandasýslu, Isafjarðar-
sýslum, Barðastrandarsýslum, í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu, Dalasýslu og í nokkrum lireppum Skagafjarð-
ar-, Eyjafjarðar- og Rangárvallasýslu. Þá er nú langt
lcomið með að taka ákvarðanir um Norður-Þingeyjar-
sýslu. Ákvarðanir um aörar sýslur verða teknar á árinu
1967.
Lokiö liefur verið við að greiða aukaframlagið vegna
framkvæmda, bæði á árinu 1965 og 1966 í Múlasýslur,
Dalasýshi, Vestur-Skaftafellssýslu og í 4 hreppa í Rang-
árvallasýslu og vegna framkvæmda 1965 á Vestfjarða-
kjálkanum, í Snæfellsnessýslu og nokkrum hreppum
Skagafjarðar og Norður-Þingeyjarsýshi og vegna fram-
lcvæmda 1966 í suma hreppa á þessum síðartiildu svæðum.