Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 206
198
BÚNAÐARRIT
framleiða kalkblandaðan ábnrð, t. d. kalkammon-
saltpétur ásamt blönduðum, alliliða áburði.
2. Búnaðarþing krefst þess, að bændur fái aukið val-
frelsi um áburðarkaup, enda safni verksmiðjan
áburðarpöntunum það tíinanlega, að þær liggi fyrir
bjá verksmiðjustjórn, áður en ganga þarf frá fram-
leiðsluáætlun og innkaupum.
3. Að áburður sönui tegundar verði verðjafnaður og
seldur á sama verði á öllum verzlunarstöðum.
4. Áburðarverksmiðjan h/f verði þjóðnýtt, og í stað
fulltrúa blutliafa, sem nú eru, komi í stjórn hennar
tveir menn, annar tilnefndur af Búnaðarfélagi Is-
lands og hinn af Stéttarsambandi bænda.
Þingið felur stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að
framgangi framanskráðra atriða.
GreinargerS:
Erindi þau, sem Búnaðarþingi berast um áburðarmál,
eru enn í mjög svipuðum anda og verið liefir hin síðari
ár. Kröfur um, að áburðarverzlunin verði gefin frjáls,
kröfur um fullkomið valfrelsi á áburðartegundum og
meira og minna óljósar kröfur um umbætur á verzlunar-
háttum og framleiðslu á áburðinum.
Öll bera þessi erindi með sér megna óánægju bænda
víðs vegar um landið með það skipulag, sem er, og þykir
þeim seint ganga að fá úrbætur.
Nú er þó svo komið, að stækkun verksmiðjunnar er í
undirbúningi og jafnframt breytingar á framleiðslunni.
Komið hefir fram í viðræðuin við formann verksmiðju-
stjórnar og framkvæmdastjóra, að fullkomnu valfrelsi um
innflutning verði ekki við komið nema áburðarpantanir
séu gerðar með allt að árs fyrirvara, því svo langan tíma
taki að leita tilboða um kaup og flutninga til landsins.
Þykir því rétt, að fá bændur til að skila áburðarpönt-
unum í tæka tíð.