Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 223
BÚNAÐARÞING
215
ingu fjármálaráðuneytisins, annar samkvæmt tilnefningu
Stéttarsambands bænda, en þriðji nefndarmaðurinn skal
skipaður samkvæmt tilnefningu liæstaréttar og er for-
maður nefndarinnar.
Varamenn skulu skipaðir með sama liætti.
Landbúnaðarráðherra ákveður þóknun nefndarmanna,
er greiðist úr Jarðeignasjóði með öðrum kostnaði.
Álitsgjörð sú, sem um getur í 7. gr., skal send nefnd
þessari, ásamt umsögn blutaðeigandi sveitarstjórnar um
sölu jarðar til Jarðeignasjóðs ríkisins, enda bafi sveitar-
sjóður áður afsalaö sér forkaupsrétti.
Þriggja manna nefndin sendir landbúnaðarráðuneyt-
inu, jarðeignadeild, matsgjörð ásamt tillögum og umsögn
sína um jarðakaupin. Síðan tekur landbúnaðarráðlierra
ákvörðun um, bvort kaupin skuli gerð.
9' gr'
Nú verður dráttur á því, að jörðum, sem Jarðeignasjóð-
ur kaupir samkvæmt lögum þessum, verði ráðstafað sam-
kvæmt ákvæðum 6. gr., og er þá landbúnaðarráðuneyt-
inu, jarðeignadeild, lieimilt að leigja afnot þeirra allt
að fimm árum í senn sveitarfélaginu eða bænduin innan
þess. Slík afnot má því aðeins leigja utansveitarmönn-
um, að samþykki sveitarstjórnar komi til.
10. gr.
Jarðeignasjóður ríkisins er undanþeginn öllum opinber-
um gjöldum og sköttmn, bverju nafni sem nefnist. Allar
skuldbindingar, sem gefnar eru út af sjóðnum og í nafni
hans, skulu undanþegnar stimpilgjaldi og þinglýsingar-
gjöldum.
Nú er fasteign seld á nauðungaruppboði eða við gjald-
þrotaskipti, og ber þá uppboðsbaldara að rannsaka,
hvort eignin sé veðsett J arðeignasjóði, og geta þess í upp-
boðsgerðinni. Ef svo reynist, skal landbúnaðarráðuneyt-
inu, jarðeignadeild, gert aðvart svo tímanlega, að liægt
sé að mæta eða láta mæla við uppboðið.