Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 20
12
BÚNAÐARRIT
reyndust vandanum vaxin. Á staSnum var inikið umleikis.
Stórt bú, fjölmennt lieimili, gestkvæmt mjög og gestrisni
frábær. En persónufar og framkoma jieirra bjóna var
með þeim liætti, að það var eins og allur vandi leystist
af sjálfu sér — án þess að nokkur snurða hlypi á þráðinn.
Steingrímur gerðist þegar mikill og góður búliöldur,
framsýnn og glöggur framkvæmdamaður, skipulagði
hvert verk af hinni mestu vandvirkni, áhugasanmr um
allt, er að landbúnaði laut. Hann bafði mikil afskipti af
félagsmálum ýmsum, lilynnti að ungmennafélagi Hóla-
brepps, var kosinn í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirð-
inga og lét málefni þess mjög til sín taka.
Og blutur búsfreyjunnar á þessum stóra stað lá í engu
eftir. Hún var frábær húsmóðir, stjórnsöm, ástsæl og öll-
um góð. Fyrir því báru allir til bennar hlýjan bug, þeir,
sem undir liana voru gefnir. Tryggð hennar við gömul
hjú var þvílík, að á liverjum jólum sendi liún þeim gjaf-
ir, eftir að þau bjón voru flutt til Reykjavíkur.
Steingrímur var ágætur skólastjóri og allt í senn, stjórn-
samur, mildur og umliyggjusamur, ástsæll af nemend-
um, naut óskoraðrar bollustu þeirra og virðingar og kom
engum til bugar að gera sér dælt við liann. Samstarf
bans og kennaranna var og hið bezta, en þeir voru: binn
aldni fjölvitringur Jósef J. Bjömsson og Vigfús Helga-
son aðalkennarar, og Gunnlaugur Bjömsson, Friðbjörn
Traustason og Tómas Jóhannsson aukakennarar. Verk-
legu námi nemenda að vorinu stjórnaði Steingrímur
fyrstu árin að mestu sjálfur og vann með piltum, er bann
fékk því við komið.
Hólar í Hjaltadal em fögur jörð og kostamikil. Þar
er landrými nóg og veðursæld, einkum í Hólaliaga, sem
er fremsti hluti Hjaltadals, austan Hjaltadalsár. Heima
á staðnum er ærið rými til athafna. Steingrímur lióf
þegar framkvæmdir í stómm stíl, reisti miklar girðingar,
þurrkaði land og ræktaði. Þótti nágrönnum liann vera
furðu djarfur til framkvæmda og spáðu sumir, að til