Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 131
SKYRSLUR STARFSMANNA
123
201, og liálfsystur Nökkva, og áttu þær .15 folöld. Ég
skoðaði öll folöld og tryppi í félaginu 9. nóv. og mældi
þau öll, svo og þær liryssur, er ekki höfðu verið mældar
áður. Var aðdáunarvert, live ungviðin voru gæf og tauga-
sterk og þar af leiðandi auðvelt að þukla þau og mæla,
þótt þau liafi livorki verið gerð bandvön né spekt sér-
staklega.
FlestamannafélagiS HornfirSingur. Ég óskaði eftir því
að fá að koma á fund með félögunum í haust, þar sem
ég þurfti að fara austur livort eð var. Var það auðsótt
mál og var ágætur fundur Iialdinn. Ég hvatti þá til að
koma ræktun liornfirzka hestsins í fastara form og gera
þar um áætlanir um fyrirkomulag og stefnu. Benti á, að
með nýju búfjárræktarlögunum gætu þeir unnið sjálf-
stætt og notið framlaga sem önnur sambönd, þrátt fyrir
fremur lítið starfssvæði. Var þessu vel tekið og áhugi
mikill að nota sér ])á aðstoð, er byðist. Vona ég, að á
árinu 1967 komist málið í fastar skorður.
Félagið á stóðhestinn Hrafn 583, sem nú er í Borgar-
firði og Þokka, jarpan, f. 1962, sem er ótaminn. Hann er
sonur Svips 385 og Drífu í Miðfelli. Drífa er frá Árna-
nesi, dóttir Stjörnu Guðjóns Jónssonar, sem er þekkt
fjörhrossamóðir.
Sýningar
Dagana 7.—23. júní ferðaðist ég um flestar sýslur lands-
ins ásamt dómnefndarmönnum L. H. Þó fór ég einn til
Egilsstaða og Hornafjarðar dagana 25.—28. júní. Á Suð-
ur- og Vesturlandi ferðuðust með mér þeir Símon Teits-
son úr Borgarnesi og Björn Jónsson, Akureyri. Um Norð-
urland þeir Bogi Eggertsson, Reykjavík og Einar Hösk-
uldsson, hóndi á Mosfelli, A.-Hún. Þá var ritari dóm-
nefndar, Haraldur Þórarinsson, skólastjóri, S.-Lauga-
landi, ávallt ineð okkur. Ferðalögin gengu í alla staði vel,