Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 181
BUNAÐAUÞING
173
Forseti, Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags
íslands, bauð fulltrúa, landbúnaðarráðlierra, Ingólf Jóns-
son, og aðra gesti velkomna.
Þar næst minntist forseti Steingríms Steinþórssonar,
búnaðarmálastjóra og forsætisráðberra, sem lézt eftir
að síðasta Búnaðarþing var liáð, og mælti á þessa leið:
„Steingrímur Steinþórsson fæddist að Álftagerði í Mý-
vatnssveit 12. febrúar 1893. Foreldrar lians voru Stein-
þór Björnsson, steinsmiður og bóndi, og kona hans Sig-
rún Jónsdóttir frá Gautlöndum. Á öðru ári fluttist Stein-
grímur með foreldrum sínum að Gautlöndum, en ári
seinna að Litluströnd, þar sem foreldrar lians bjuggu
eftir það, og þar ólst liann upp í nánu sambýli við Jón
Stefánsson, rithöfundinn Þorgils gjallanda.
Steingrímur vann á búi foreldra sinna fram að tvítugs-
aldri. Haustið 1913 fór liann til Hvanneyrar og stund-
aði nám í bændaskólanum þar næstu tvo vetur, sem tengt
var sanian með verklegu námi vorið 1914. Hann lauk
búfræðiprófi vorið 1915 með ágætiseinkunn. Að þessu
námi loknu liélt liann lieim til æskustöðvanna og vann
á búi foreldra sinna næstu tvö árin. Á þessu tímabili
tók hann mikinn þátt í félagsmálastarfi æskunnar í sveit
sinni og liafði forystu ungra manna, var formaður ung-
mennafélags sveitarinnar og í stjórn Sambands þing-
eyskra ungmennafélaga. Haustið 1917 fer Steingrímur
alfarinn að heiman og þá til Hvanneyrar og var þar fjár-
maður til 1921. Fór þá um haustið til Kaupmannahafn-
ar og innritaðist þegar í Landbúnaðarliáskólann þar og
lauk lofsamlegu kandidatsprófi vorið 1924. Að prófi
loknu fór hann í námsferðalag um Noreg, bélt síðan
lieim og réðist kennari við Hvanneyrarskólann þá um
haustið, og var þar til 1928, að liann gerist skólastjóri
á Hólum í Hjaltadal. Þar liefst stjórnmálaferill lians, og
er hann kosinn þingmaður Skagfirðinga 1931, og var
liann þingmaður þeirra í 26 ár. Árið 1935 er liann skip-
aður búnaðarmálastjóri og gegndi því starfi óslitið næstu