Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 128
120
BUNAÐARRIT
Gísla Ilalldórssonar, Reykjavík. F: RoSi 514, frá Skarði,
Skag., m: Brúnka Óskars Eyjólfssonar, Reykjavík. Foli
þessi er ótaminn, er jafnbyggður og hlutfallagóður, álit-
legur. Var hann notaður í Reykjavík, Kjalarnesi og Kjós.
Síðan vanaður. 3. Hrafn, brúnan, f. 1962, Sveins Krist-
jánssonar í Efra-Langholti, Hrun. F: Hreinn 304 og m:
Grá í E.-Langliolti, sonardóttir Gáska 317. Fallegur og
efnilegur foli, lítils liáttar taminn. Var notaður í Ása-
hreppi, Rang. 4. Rökkva, brúnan f. 1963, frá Laugar-
vatni. F: Fengur 309 og m: Blika frá Hólum í Hjaltadal,
dóttir Nökkva 260. Ættgóður, gæfur og yfirlætislaus,
gangmjúkur, ótaminn. Var notaður í Hvolhreppi, Rang.
Þetta samband sýndi engan stóðliest á landsmótinu í
sumar, því miður.
Hrossarœktarsamband Nor&urlands starfaÖi líkt og áð-
ur. Þeir gerðu starfsáætlun til fjögurra ára, þar sem þeir
m. a. skipta sambandinu í fimm starfssvæði, eftir sýslu-
mörkum. Hvert svæði starfi sem mest sjálfstætt. Þetta
tel ég góðan áfanga og stefna í rétta átt. Sambandið á
þessa tvo stóðhesta: 1. Fjölni 592, frá Akureyri og 2.
Þokka 607 frá Viðvík. En þessir bættust við á árinu:
1. Vattar 595, jarpur, f. 1960, keyptur af Sigfúsi Þorsteins-
syni, Blönduósi. Þessi liestur er af hrossastofni Ámunda
Jónssonar frá Dalkoti. 2. Roði, rauður, f. 1963 í Eyliildar-
holti. F: Röðull 612 og m: Brúnka í Eyliildarholti. 3. Ey-
firðingur, dökkjarpur. f. 1964 hjá Gesti Jónssyni, Akur-
eyri. F: Goði 472 og m: Stjarna 3111 (1. v.) Gests Jóns-
sonar.
Þá var Andvari 501 seldur Sigurmoni Hartmanns-
syni í Kolkuósi. Þeir felldu vegna vanheilsu Hörð 506
frá Kolkuósi og Geisla 590 frá Eiríksstöðum, A-Hún. Á
landsmótinu á Hólum sýndi sambandið Andvara 501, og
hlaut liann 2. verðlaun fyrir afkvæmi og Þokka 607, er
lilaut 2. verðlaun sem einstaklingur. Þá lilaut Vattar 595
1. verðlaun sem einstaklingur.