Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 249
LANDBÚNAÐURINN
241
vegna kals í túnum og lítillar sprettu yfirleitt sumar-
ið 1965, enda var flutt mikið magn af lieyi, um 3.200
smálestir, til Austur- og Norðausturlandsins veturinn
1965—'66.
Það voraði seint og illa um land allt. 1 maí og fyrri
hluta júní var veðráttan mjög köld, þótt ekki væri mikið
um liríðarveður. Aftur á móti voru sífelldar kuldarign-
ingar einkum á Suður- og Vesturlandi frá því snemma í
maí og fram eftir júnímánuði. fjrkoman var óvenju
mikil, sums staðar þreföld meðalúrkoma, og kom engum
að gagni, en olli margvíslegu tjóni. Vegna kuldans þiðn-
aði jörðin lítið sem ekkert í maí, og gróðri miðaði mjög
liægt, svo að gefa þurfti lambám víðast fulla gjöf út
maí og víða fram eftir júnímánuöi, einkum tvílemhum.
Kuldarigningarnar fóru mjög illa með lambfé, einkum
þar sem þurfti að halda fé á skjóllausum túnum fram
eftir öllu vori, til þess að liægt væri að gefa ánum, þar
eð gróöurlaust var í útliaga. Lömh stóðu bjórvot í keng
dag og nótt vikum saman, þótt dyngt væri í ærnar töðu
og kjarnfóðri. Vetrarrúnum ám leið líka illa í vorrign-
ingunum, og fyrir kom, að þær króknuðu úr kulda og
vosbúð. Ég held, að ekki ætti að alrýja fullorðnar ær
að vetrarlagi, það er liættulegt og ómannúðlegt.
Lömb þroskuðust óvenju illa í vorrigningunum, enda
urðu dilkar rýrir eins og vikið verður að síöar og livergi
rýrari en á Suðvesturlandi, þar sem mest rigndi.
Hin mikla úrkoma, jafnldiða því, hve kalt var og jörð
þiðnaði liægt, olli því, að víöast livar var ekki nokkur
leið að vinna jörð til sáningar fyrr en um og eftir miðjan
júní, öll vorverk drógust því á langinn.
Veruleg brögð voru að kali í túnum, einkum í Stranda-
sýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Þessi köl virð-
ast þó ekki eins alvarlegs eðlis og kölin á Austurlandi
árið áður. Kölnu túnin norðanlands tóku víða verulega
við sér, er leið á sumarið, og er því von um, að þau gefi
nokkra uppskeru á næsta ári. Hin þráláta kuldatíð og
10