Búnaðarrit - 01.01.1967, Blaðsíða 208
200
BÚNAÐARRIT
Bíinaðarþing telur, að 1. löluliður þessarar ályktunar
sé leystur að niestu, ef samþ. verður frv. til laga um jarð-
eignasjóð ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi.
Búnaðarþing telur þó rétt, að skipuð verði nefml af
Alþingi til að gera tillögur um aukna fjölbreytni í at-
vinnulífi sveitanna og um fjáröflun skv. 3. og 4. tölulið
þingsályktunarinnar og mælir því með samþ. tillögunnar,
breyttri á þann veg.
GreinargerS:
1 frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi unr jarð-
eignasjóð ríkisins, er gert ráð fyrir, að ríkið fái lieimild
til að kaupa þær jarðir, sem ekki seljast á frjálsum mark-
aði til ábúðar, að fullnægðum vissum skilyrðum og með
meðmælum sveitarstjóra. Þó nær sú heimild ekki til
kaupa á þeim jörðum, sem þegar eru komnar í eyði, en
til þess að svo mætti verða, þyrfti stórum meira fé en
nú er ráðgert að verja í þessu skyni af hálfu ríkisins.
Hins vegar er augljóst, að kaupi ríkissjóður margar
jarðir með þessum hætti, kynnu að skapast eyður í sum-
um byggðarlögum, sem torvelduðu öll félagsleg sam-
skipti fólks þar, ef ekkert annað kemur í staðinn.
Vafalaust má í ýmsum tilfellum skapa möguleika til
annarrar vinnu í sveitunum lieldur en aðeins búfjár-
framleiðslu og á þann veg tryggja búsetu fleira fólks í
sveitum, en annars væri. Þar kemur til álita fiskirækt,
ferðamannaþjónusta, sumarbeimili fyrir börn iir þétt-
býli, svo og iðnaður ýmiss konar. Til að koma slíku í
framkvæmd, þarf skipuleg vinnubrögð og sérstakan fjár-
sluðning af þjóðfélagsins bálfu. Því er liér lagt til, að
nefnd sú, sem um ræðir í tillögunni, fái þetta sem megin-
verkefni ásamt því að gera tillögur um aukið lánsfé til
jarðakaupa og bústofnsmyndunar í sveitum. Skorlur láns-
fjár í þessu skyni veldur í mörgum tilfellum miklum
erfiðleikum hjá ungu fólki við að stofna heimili í sveit,
og það ásamt fábreytni í atvinnulífi margra sveita veldur