Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 255
LANDBÚNAÐURINN
247
158, svín 3023, liænsni 93.822 og endur og gæsir 1250.
Nautgripum liafði aðeins fækkað frá árinu áður, eða um
0,3%, |)ó liafði kúm aðeins fjölgað, um 1.8%. Sauðfé
liafði fjölgað um 84.778 kindur eða 11.1%, og var fram-
talið sauðfé fleira 1966 en nokkru sinni áður. Hrossum
fjölgaði um 3286 eða 10.7%.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var innvegin mjólk til mjólkursamlaga á árinu
1966 101.538.461 kg eða 4.9% minna magn en á sama
tímabili árið 1965.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var slátrað í sláturhúsum haustið 1966 839.718
kindum, þar af 768.230 dilkum og 71.488 fullorðnu fé.
Var nú slátrað 67.213 kindum fleira en liaustið 1965.
Heildarmagn kindakjöts, sem barst til sláturhús-
anna, er samkvæmt bráðabirgðayfirliti Framleiðsluráðs
11.873.748 kg, sem er aðeins 511.826 kg meira en 1965,
eða 4.5% aukning. Er það lítil framleiðsluaukning, þeg-
ar haft er í huga, að nú var slátrað 8.7% fleiri kindurn
en 1965, enda var féð nú mun rýrara en 1965.
Meðalfallþungi dilka á landinu í lieild var nú aðeins
13.59 kg, og er það 0.68 kg minni meðalfallþungi en 1965.
Víðasl livar á landinu voru dilkar nú rýrari en 1965.
Mestur munur var á Borgarnessvæðinu, 1.2 kg. Á Suður-
landi lögðu dilkar sig ineð 1.0 kg léttara meðalfalli en
í fvrra. Á suðausturhorni landsins, á Djúpavogi og í Höfn
í Hornafirði voru dilkar nú vænni en 1965. Nant sá
munur 0.84 kg á Höfn í Hornafirði.
Miklu fleira var slátrað af nautgripum sl. haust en í
lyrra. Veldur þar mestu, hve fóðurbirgðir voru litlar sl.
haust, og einnig að bændur gera sér Ijóst, að hagkvæm-
ara er fvrir þjóðarlieildina að framleiða meira af sauð-
fjárafurðum en nautgripaafurðum lil útflutnings. Sauð-
fjárslátrunin sl. haust sýnir, að aukningin frá fyrra ári
svarar nokkurn veginn til fjárfjölgunarinnar, sem varð á
árinu 1965. Enn eru ekki fyrir liendi endanlegar tölur