Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 51
SICÝRSLA BÚNAÐAR MÁLAST JÓR A 43
in og aðflutninginn, og mun slíkt að sjálfsögðu verða
athugað, ef tilefni virðist til.“
Sú staðreynd liggur fvrir, að skipafélögin liafi ekki
haft nána samvinnu um lausn flutninga ómalaðs og
ósekkjaðs korns, heldur keppi hvert við annað um að
skapa sér aðstöðu til að geta flutt slíka vöru inn.
En þótt ekki hafi meira áunnizt um að koma á sam-
starfi meðal innflytjenda fóðurvöru, hafa afskipti Bún-
aðarþings og Búnaðarfélags Islands samt liaft þau áhrif,
að kjarnfóður hefur lækkað stórlega í verði til bænda,
þótt verð þess hafi lítt eða ekki breytzt erlendis.
Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var
8. og 9. ágúst, var kjarnfóðurmálið tekið til meðferðar,
og fól aðalfundurinn stjórn Stéttarsambandsins að kanna
til hlítar, ásamt Búnaðarfélagi Islands, alla aðstöðu um
nýtt fyrirkomulag á innflutningi fóðurbætis, í því skyni
að fóðurbætir fengist innfluttur fyrir lægra verð en nii
gerist. Stjórn Stéttarsambandsins fór þess svo á leit við
Búnaðarfélag Islands, að það tilnefndi einn mann til
athugunar á fóðurbætismálinu með einum manni frá
Stéttarsambandi bænda. Stjórn Búnaðarfélags Islands
kvað sig reiðubúna til samvinnu við Stéttarsambandið,
og lagði til, að þrír menn frá livorum aðila tækju þetta
mál til meðferðar. Féllst Stéttarsamband bænda á þetta
sjónarmið.
Af liálfu Búnaðarfélags Islands voru eftirtaldir menn
tilnefndir í nefndina: Gísli Kristjánsson, ritstjóri, Ólafur
E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur, og Árni G.
Pétursson. sauðfjárræktarráðunautur, en frá Stéttarsam-
handi bænda Gunnar Guðbjartsson, formaður sambands-
ins, Einar Ólafsson, bóndi, og Kristján Karlsson, erind-
reki. Nefnd þessi hefur starfað allmikið að undanförnu,
meðal annars fengið sér til ráðuneytis liingað til lands
norskan sérfræðing í kjarnfóðurmálum, Th. Wolden,
skrifstofustjóra Kornverzlunar norska ríkisins. Ferðað-
ist hann hér um land ásamt Gísla ICristjánssyni og