Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 111
SKÝRSLUR STARFSMANNA 103
andi heimildir vantar af Snæfellsnesi um naut á Hvann-
eyri.
Afkvœmarannsóknir. Samkvæmt heimildum landbún-
aðarráðuneytisins voru árið 1966 veittar kr. 300 þús. í
stofnstyrk til afkvæmarannsóknastöðvanna á Lundi og
í Laugardælum, og var honum skipt jafnt milli þeirra.
Á Lundi lauk á árinu afkvæmarannsókn nr. 9 á 16
dætrum livors þeirra, Baugs N161 og Núma N162. Dætur
Baugs mjólkuðu á 1. mjólkurskeiði að meðaltali 2369
kg með 4.37% mjólkurfitu eða 10355 fe, en dætur Núma
2183 kg með 4.28% mjólkurfitu eða 9351 fe. Báðir
systralióparnir hafa mikla mjólkurfitu, en eru lág-
mjólka. Mega afurðir Baugsdætra þó teljast sæmilegar.
Bæði nautin voru felld, þar sem þau þótlu ekki nægum
kostum búin. Síðan afkvæmarannsóknir hófust á Lundi
árið 1957, hafa nú alls verið prófuð 18 naut. Telur
Ólafur Jónsson, sem lagt hefur mat á niðurstöðurnar og
haft umsjón með tilraununum, að 9 þeirra hafi reynzt
góð kynbótanaut, 5 önnur liafi verið nothæf, en áhrifa-
lítil, en 4 hafi reynzt illa og liefðu getað valdið stórtjóni,
ef þau hefðu verið notuð mikið.
I október hófst rannsókn nr. 10 á 15 dætrum Blesa
N163 og 12 dætruin Húna N169, og voru allar kvígurnar
bornar fyrir áramót. Á stöðinni eru í uppeldi á 2. ári
40 dætur Haka N181 og Humals N183 og á 1. ári 40
dælur þeirra Þjálfa, sonar Gránu 52 á Lundi og Þela
N86, og Bægifótar, sonar Auðhumlu 51 á sama stað og
Fylkis N88, en báðar eru þessar kýr Þeladætur.
Um afkvæmarannsóknir í Laugardœlum farast Hjalta
Gestssyni orð á þessa leið:
„Á árinu 1966 lauk endurtekinni rannsókn á dætrum
nautanna Ljóma S291, Elds S290 og Brands S292.
Dætur Ljóma S291 báru allar, 8 að tölu, að 2. kálfi og
mjólkuðu allt mjólkurskeiðið án þess, að þeim hlekktist
verulega á. Þegar þær báru að 2. kálfi, voru þær mjög
nálægt því að vera 3 árs, og voru að meðaltali 13