Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 284
276
BUNAÐAR RIT
starfsemi féla;;anna. Sú fyrsta, Skýrsla I, um afurðasemi
áa einstakra félagsmanna, önnur, Skýrsla II, unx væn-
leika lamha undan einstökum hrútum og sú þriðja,
Skýrsla III, um afurðagetu systrahópa. Því miður liefur
verlð mikill misbrestur á, a<ð tvær síðastnefndu skýrsl-
urnar hafi verið gerðar upp, þó að einstök félög hafi
alltaf skilað ölluin þremur skýrslunum.
Tilgangurinn með skýrslu I hefur fyrst og fremst ver-
ið sá, að bóndinn glöggvaði sig á útkomunni af fjár-
ræktinni á búi sínu og gæti borið ær sínar saman við
ær annarra félagsmanna. Skýrslidialdið gefur auk þess
tölulegar upplýsingar um afurðagetu einstakra áa innan
húsins.
Yfirlitsskýrslur II og III áttu hins vegar að gefa upp-
lýsingar um kynbótagildi einstakra hrúta með tilliti til
lambavænleika (Skýrsla II) og mjólkurlagni dætra
(Skýrsla III). Eins og að framan greinir, hafa aðeins
fá félög látið gera upp yfirlitsskýrslnr II og III. Þessar
skýrslur hafa þó ekki komið að eins miklum notum, þar
sem þær hafa verið gerðar upp og ætlazt var til í upp-
hafi. Til þess liggja ýmsar ástæður, og skulu nokkrar
nefndar hér:
1. Ilrútarnir eru notaðir á mismunandi húum. Eigi að
bera saman vænleika lamba tveggja hrúta, þarf að
nota þá á sama búinu. Annars er lxætt við, að mis-
munurinn á milli búanna með tilliti til vænleika
dilka, mundi koma fram sem mismunur á milli
hrútanna.
2. Dætur hrútanna eru mismunandi gamlar. Ekki er
liægt að bera saman systrahópa, nema ærnar séu á
sama aldri.
3. Betri ær eru valdar undir einn lirút en annan.
Bændur hafa oft ineiri trú á einum hrút en öðrum
og velja þá betri ær undir þann, sem þeir hafa
meiri trú á. Þetta gerir það að verkuin, að ekki
fæst raunhæft mat á eðli hrútanna, livort sem það