Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 16
8
BÚNA6ARRIT
Ólafur J ónsson, er síðar varð framkvæmdastjóri Rækt-
unarfélags Norðurlands, var á Hvanneyri um þessar
mundir. Um vorið eða sumarið 1920 réðu þeir Steingrím-
ur það með sér að fara á næsta ári utan til náms við
Landbúnaðarliáskólann í Kaupmannahöfn.
Um sumarmál 1921 liéldu þeir félagar til Hafnar. Létu
þeir innrita sig til nárns við Landbúnaðarháskólann 1.
september, er nýtt skólaár skyldi liefjast. Um sumarið
vann Steingrímur lijá józkum bónda ungum, ágætum
manni. Féll lionum vistin vel og taldi sig liafa af lienni
liaft mikinn ávinning, kynnzt góðu fólki, lært ný og
liaganleg vinnubrögð.
Um veturinn sótti liann námið fast. Vildi í engu verða
eftirbátur annarra, þótt á skorti nokkuð um undirbún-
ing. Að áliðnum vetri kenndi liann mikils lasleika og
var oft sárþjáður. Eigi vildi bann leita læknis, — óttað-
ist, að sér yrði bannað að ganga undir próf. Undir próf-
in gekk hann og stóðst með ágætum. Fór að því búnu
til læknis, sem lagði á þann úrskurð, að hann liefði feng-
ið vonda brjóstliimnubólgu og óðs manns æði að ganga
svo á sig kominn undir erfið próf. En Steingrímur hrós-
aði liappi. Dvaldist liann í stuttu sumarleyfi lijá liús-
bónda sínum frá fyrra sumri, vann og hvíldist á víxl og
hresstist óðum. Tók svo til við námið, er kennsla hófst,
og stundaði vel. Var nú stórum léttara fyrir fæti, er fyrra
hluta náms var lokið.
Af tveggja inánaða sumarleyfi 1923 notaði Steingrímur
lielminginn til náms í tilraunastöð í Þrændalögum í Nor-
egi, hinn lielminginn til ferðalaga um Noreg og Svíþjóð.
Svo liófst síðasta námsárið. Steingrímur lifði sparlega um
veturinn, enda þrotinn sjóður sá, um 6 þúsund krónur, er
hann í öndverðu hafði með sér heiman haft. Heim fór
hann aftur með eitt þúsund króna skuld á herðum.
Prófum lauk í endaðan apríl. Hlaut Steingrímur góða
1. einkunn. Staða bauðst lionum í Danmörku að námi
loknu, einnig í Rússlandi, við ágæt launakjör. En Stein-