Morgunn - 01.06.1922, Page 12
6
MOKGUNN
irinn Gustave Geley. Miðillinn er klædd úr öllum sín-
um fötuui og í svört föt, sem gerð eru til að nota við
tilraunirnar. Líka er notaður eins konar poki utan um
hana (í stað myrkurbyrgis) til þess að varna því, að ljós-
geislarnir hafi um of truflandi áhrif á sofandi miðilinn.
Fyrst var notað rautt ljós á tilraunafundunum; nú eru
þeir oft haldnir i fullri dagsbirtu.
Eg skal nefna nokkur dæini, sem hún sagði frá.
Einu sinni myndaðist maunshöfuð milli handa miðilsins.
Fyrst sást hvítur blettur, er tók síðan á sig ýmsar mynd-
ir. Því næst kom fram mannshöfuð. Nefið á því var
beint og munnurinn litill, með efri-vararskeggi, augun
voru stór, opin og starandi, og hárið kembt aftur eftir
siðustu tízku. Alls ekkert grímukent var við svipinn á
andlitinu. Það sást skýrt 30 sekúndur, en hvarf því
næst skyndilega.
Annað sinn sá hún efnið streyma niður með fótum
miðilsin8 og því næst skríða fram eftir gólfábreiðunni,
likast því sem ormur væri; á því urðu stöðugar litbreyt-
ingar. Bráðlega varð það þéttara og fastara og tók á
sig holdslit. Ef hún reyndi að snerta á því, hörfaði það
undan, svo sem það væri viti borið.
Við tilraun í vor, hinn 21. maí 1921, kl. 4,30 síðdeg-
is, sáu fundarmenn þetta: Efnið streymdi út frá miðlin-
um; út úr þvf kom lítil vera, fallega sköpuð kona, en
ekki nema 20 eentímetrar á hæð. Hún gekk til fundar-
manna; hún var nakin. Allir viðstaddir sáu hana greini-
lega í björtu dagsljósinu, sem streymdi inn um gluggann.
Skyndilega hvarf siðari litla konan; en þá myndaðist milli
handa miöilsins fagurt konuandlit, með blá augu og rós-
rauðíir varir. Þá kom litla konan aftur. Roif miðillinn
sig þá lausa og fór fram úr pokarium, gekk 40 centri-
metra fram á gólfið og lagði litlu konuna í hendur frú
Bisson. Fann hún gJögt þunga hins litla líkama, en hann
var hvorki kaldur né heitur. Þvi næst hvarf hann úr
höndum hennar, sýndi sig brátt aftur í kjöltu miðilsins