Morgunn - 01.06.1922, Page 19
MORGUN N
13
andi orðum um þá, er enn hafi talað : alt fari það í spiri-
tistísku áttina, en hafi alls ekkert vísindalegt gildi.
Þetta er aðeins fátt eitt af því, sem í greininni stóð.
Menn rak i rogastanz, hugðu margir, að þetta væru ósann-
indi úr blaðamanninum (Viggo Cavling eða Faustinusi),
er dr Kortsen mundi brátt leiðrétta. En sú leiðrétting
kom aldrei. Mikil gremja var meðal fundarmanna, er
dönsku skildu, en lán í óláni var það, að ýmsir útlendinganna
fengu aldrei að vita, hve óvinsamleg greinin var í þeirra
garð og hve mikii ókurteisi þeim var sýnd. Þegar dr.
Schrenck-Notzing kom heim til ain, sá hann í þýzkum
blöðum þýdd ókurteisustu ummælin og varð reiður mjög.
Ritaði hann Carl Vett. til þess að láta í ljós gremju sína.
— En mjög bráðlega á fundinum, eftir að greinin var
útkomin, mótmælti hann henni, það er að segja því, er
hann hafði þá heyrt af henni. Docent Wereide sagði í
norsku blaði, að útlendingarnir hefðu verið sárgramir, og
mætti mikið vera, ef engin eftirköst yrðu af þessu athæfi
formannsins.
Það leyndi sér ekki, að hin gamla óvild dönsku vísinda-
mannanna gegn spíritismanum rak hér enn upp höfuðið.
Þeir höfðu víst sumir ritað undir fundarboðið í þeirri von, að
þetta rannsóknamannaþing mundi verða til að kvoða nið-
ur spiritismann Þeir höfðu hingað til látið dr. phil. Al-
i'red Lehmann og hr. Faustinus leiða sig. Sjálfir höfðu
þeir aldrei komið að neinum slikum tilraunum. Þess vegna
brá þeim þetta við, er þeir heyrðu útlendingana telja það
hafið yfir allan efa, að fyrirbrigðin gerðust — jafnvel
hinar furðulegu manngervingar. Eg bið lesendurna muna,
að enn höfðu engir talað nema menn frá Frakklandi,
Beigíu, Engiandi og Ameriku. í þessum löndum eru rann-
sóknirnar vafalaust komnar lengst. Það voru ekki hinir
fáfróðu Norðurlandabúar, sem fengu hinn þunga dóm.
Nokkurn þátt kann »Politiken« að hafa átt í þessu. Hún
hefir lengi verið málgagn þeirra, er óvinveittastir hafa
verið spiritismanum, og hefir jafnan reynt að telja lands-