Morgunn - 01.06.1922, Side 23
MO RGUNN
17
og athugunin ura föstuna. Kristur sagði, að sum lækn-
ingakraftaverkin yrðu ekki frarakvæmd nema með bæn
og föstu. Grunewald sýndi og ýmsar myndir. Rannsóknir
hans eru afarmerkilegar, og hefir hann fundið upp fjölda
áhalda, til að færa sönnur á fyrirbrigðin. Englendingar
nefna Grunewald nú orðið »Crawford l>ýzkalands«.
Þegar þessu síðara erindi var lokið, reis dr. Sehrenck-
Notzing upp og spurði, hvort nokkur mundi voga að setja
það út á þennan fyrirlestur samlanda sins, að hann hefði
eigi verið nægilega vísindalegur. Sérhvert vísinda-tímarit
í heimí mundi taka hann með fögnuði til birtingar. Kvað
hann æskilegt, að ritstjóri eða fréttaritari blaðsins »Poli-
tiken« hefði verið hér viðstaddur, til þess að vita, hvort
hann gæti ekki fengið réttari hugmyndir um gerðir sál-
arrannsóknaþingsins. Var búist við allmiklum umræðura
eftir þessi erindi, en samþykt að fresta þeim til næsta
dags.
Þriðjudaginn 30. ágúst var prófessor Winamer, áður
formaður sálarrannsóknafélagsins danska, annar fundar-
stjórinn.
Fyrsta erindið þann dag flutti dr. phil. Kort Kortsen
privatdocent við Khafnarháskóla, sá er þegar heflr verið
minst á. Las hann það á frönsku. Var það um »vitund
og undirvitund*, sálfræðilegar hugmyndir hans, að því er mér
skildist, en ekki bygt á neinum tilraunum. Voru óvana-
lega fáir fundarmenn við, og sögðu blöðin — sem lítið er
að marka — að spíritistarnir hefðu af ásettu ráði verið
fjarverandi.
Að því búnu var byrjað á umræðum þeitn, er frest-
að hafði verið kvöldinu áður. Urðu þær allsnarpar. Sér-
staklega milli þeirra dönsku prófessoranna Starcke og
Wimmers annars vegar og próf. Mikuska og Grunewalds
hins vegar. Vildu dönsku prófessorarnir efa ályktanir
Grunewalds, þótt þeir vildu ekki rengja tilraunir hans.
Fanst próf. Wimmer hann of fljótur á sér með kenningar
aínar. Enn snarpari urðu þó orðaviðskiftin milli þeirra
2