Morgunn - 01.06.1922, Qupperneq 31
M 0 R G U N N
25
miðilinn Evu Carriére), en hann sjálfur 7 ár. Þau væru
hinn áreiðanlegasti veruleikur. Margt fleira þyrfti að taka
til athugunar á næsta þingi, sem ekki hefði verið rætt á
þessu, t. d. skygnihæflleikann.
Þegar staðið var upp frá borðum, tóku menn að ræða
samau af meiri eintægni en nokkuru sinni áður. Fór ná
ýmislegt að koma upp úr pokahorninu, sem ekki hafði
verið látið uppi, er almenningur hlustaði á. Það var sem
allir væru orðnir að einum vinahóp, er þráði það heitast,
að lausn fengist á aðalráðgátu tilverunnar. Eg komst þá
að því, að hjörtu sumra vísindamannanna, sem sýndust
svo kaldir, voru tekin að brenna. Án þess áhuga munu
rannsóknirnar heldur aldrei komast langt áfram.
Ymislegt mátti finna að fundarhöldunum. Tíminn var
of stuttur, sem ætlaður var hverjum fyrirlesara, aðeins
hálf klukkustund. Margir notuðum vér alt að a/4 stundar.
Afleitt þótti ýmsum það, að ekkert var þýtt á eitthvert
annað mál, því að Frakkar skildu t. d. fæstir ensku, en
ýmsir aðrir ekki frönsku o. s. frv. Ekki nema örfáir fund-
armanna kunnu öll tungumátin fjögur, sem notuð voru.
Vér þóttumst nokkurn veginn góðir, sem skildum þrjú.
Sumir skildu tvö, en sumir aðeins eitt. Vegna erlendu
málanna hafði danskt fólk, sem fundinn sótti við og við,
svo lítið gagn af honum.
Mikið var Bkrifað í dönaku blöðin um þingið. En
synd væri að segja, að það haíi verið gert af þekkingu
eða mikilli góðgirni. Eg heyrði Carl Vett lýsa yfir því
síðar á fundi í Sálarraunsóknafélaginu d.anska, að fram-
koma blaðanna hefði verið hneykslanleg. »Berlingske Tid-
ende« eitt hefði skýrt hlutlaust frá gerðum þingsins og
talað með virðing um það. Svo var fáfræði stöku blaða
mikil, að þau fluttu myndir af sumum fundarmönnum, en
nefndu þá algerlega rangt, gerðu t. d. Þjóðverja að Ame-
ríkumanni, og danska konu, sem ekkert kom þinginu við,
að nafnkunnri enskri konu, er á þinginu var. Og eftir
þessu voru dóraarnir margir. Þó hygg eg hafi þar um