Morgunn - 01.06.1922, Side 39
MORGUNN
33
Þessi hreyíing, sem alþjóðafundir þessir eru runnir
af, hefir þegar borið ekki alllitla sýnilega ávexti. I
ýmsum löndum er nú starfað að því af hinu mesta kappi
að gera trúhneigða menn, þótt eigi séu í sama kirkjufélagi,
sem samhentasta um áhugatnál sín. Og annar árangur,
og liann eigi ómerkari, er sá, að menn hafa tekið að at-
huga og bera saman af nýju skoðanir sínar við skoðan-
ir annara, sem þeim hefir verið kent, að ekkert ættu sam-
eiginlegt. Þetta hafa meðal annars tveir flokkar landa
vorra í Vesturheimi gert. Það er annarsvegar sai'naðar-
menn sira Friðriks heitins Bergmanns og hinsvegar Uní-
tarar. Niðurstaðan á þeim samanburði varð sú, eins og
vænta mátti, þótt einhverja furði vafalaust á, að mismun-
urinn á skoðununum væri yfirleitt alls ekki til. Eg segi,
að einhverja furði vafalaust á þessu, i'yrir þá sök, að
nafnið Unítar hefir jafnan verið notað sem grýla af þeim
mönnum og á þá menn, sem um þá stefnu hafa verið ó-
fróðastir. Sjálfur hefi eg heyrt hin fáránlegustu ummæli
um Unítara af mönnum, sem nokkur ástæða var til þess
að vænta, að betur vissu. T. d. heyrði eg nýlega einn
fyrverandi prest vera að fræða menn á því, að skoðanir
Unítara á Kristi væru þær, að hann hafi verið svona í
manngildi við góðan prest. Og einn prói'essorinn við há-
skólann okkar, þó vitaskuld ekki guðfræðiprófessor, hafði
verið að fræða lærisveina sína á því fyrir nokkuru, að
hann væri þeirra skoðunar — eftir nákvæma rannsókn,
skildist mér — að Unitai’ar væru ekki ki’istnir menn.
Já, ekki verður annað sagt, en að margt skipist undar-
íega í þessari veröld. Mesti andans maður íslendinga á
síðari tímum, andríkasta sálmaskáldið og einn mesti að-
dáari Krists, er talinn setja Krist á bekk með góðum
prestum, og guðfræðideild háskóla Islands veitir> þessum
sama manni, Matthíasi Jochumssyni, doktorsnafnbót í guð-
fræði, þó að hann sé ekki kristinn. Matthías heitinn hefir
þá hlotið að hafa merkilega háar hugmyndir um góða
presta og guðfræðiprófessorarnir einkennilegar hugmynd-
3