Morgunn - 01.06.1922, Page 53
MOKGUNN
47
vanur að fara á fætur á raorgnanna, hita kaffi, og færa
konunni minni það í rúraið. Hún raat þetta mjög mikila
og skrifaði raóður sinni til Danraerkur um það. Mörgum
árum síðar heimsótti eg tengdamóður mína. Eitt af því
fyrsta, sem hún mintist á, var kaffið, sem eg hafði fært
konunni minni á morgnana. Mér fanst hún gera hlægi-
lega mikið úr þessu. En gamla konan tók þetta sem
tákn þess, að eg h'efði verið dóttur hennar góður. Hún
var alt af að bjóða mér kaffi, nærri þvi á hverri stund
dagsins, og venjulega mintist hún þá jafnframt á kaffið,
sem eg hafði sjálfur hitað i Winnipeg.
Bróðir minn, Jósep, siðast prestur á Breiðabólstað á
Skógarströnd, andaðist fyrir allmörgum árum, eins og
mörgum er kunnugt.
Það var alveg rétt, að þegar tilraunin fór fram, vissi
eg ekki, hvert eg mundi fara frá London. Það var »ó-
ráðið«, hvort eg kynni að fara á mig »krók«, eða beint
heim.
Faðir fyrri konunnar minnar hét Peter. Hann var
gamall maður, þegar hann andaðist. En sá Peter, sem
hún hló að, virðist vera annar maður. Hún átti bróður,
sem heitir Peter, og var ungur drengur, þegar hún lézt.
Henni þótti með afbrigðum vænt um þennan bróður sinn,
og hún mintist hans mjög oft og venjulega i einhverju
gamni. Nærri því æfinlega, þegar hún mintist á hann,
fór hún að hlæja.
Eina bókin, sem eg á, og get sett í nokkurt samband
við konuna mína, er matreiðslubók. Þessi bók fluttist í
dóti hennar frá Danmörk til Ameríku, og eg á hanaenn.
Það er alveg rétt, að eg les sjaldan í þeirri bók, og eg
skil það vel, að hún hló.
Ummæli hennar um það, að hún viti, að andlát henn-
ar haíi að nokkuru leyti verið henni að kenna, eru mjög
merkileg. Hún vildi ekki láta lækni sitja yfir sér, og
yfirsetukona var sótt. Læknarnir fullyrtu, að yfirsetu-