Morgunn - 01.06.1922, Side 68
62
MOEGUHN
Eg heíi konjið með sömu hugsunina, án þess að hafa
tekið hana frá Swedenborg, i kapítulanum um »upprisu
Hkaman8« seint í bókinni »Raymond«. Og sannleikurinn
er sá, að rógurinn, sem minst er á hér að framan, er svo
rangsnúinn og skaðlegur, að hann er í raun og veru
óguðlegur. Það er enginn vandi að fá fulla vissu um,
hvað sagt hefir verið um þetta efni, og i'anghermin verða
ekki afsökuð með öðru en bjánaskap; að öðrum kosti
væri hér að tefla um víssvitandi ósannindi, svipuð ákær-
unum um djöfladýrkun og andasæringar.
Gerum ráð fyrir, að eitthvað af prestum hafi safnast
saman á hæli, og fáist þar við að íhuga andleg efni og
vinna góðverk; og gerum jafnframt ráð fyrir að þangað
komi ferðamaður, haldi, að hæli þeirra sé veitingahús og
biðji um whisky og sódavatn. Mundi sú ályktun verða
af því dregín, að áfengir drykkir séu eðlilegir umhverflnu
og heyri til hinu andlega loftslagi þar? Ætli tilflnning-
arnar, sem vakna muridu við þessi tilmæli, mundu ekki
benda á það, að þessu væri gagnstætt farið? í bókinni
er sagt, að til þess að venja hina nýkomnu menn af þess-
um ógöfugu og óviðeigandi löngunum, sem eru þó tiltölu-
lega meinlausar, sé tekið það ráð að banna það ekki, sem
þeir girnast, og synja þeim ekki um það — sem kynni
að æsa langanirnar og lengja fýsnartímann — heldur að
gera ráðstafanir til þess að fullnægja þeim í hófi, þar til
er nýkomnu mennirnir sk'ilja það, af frjálsum vilja og
með eigin skynsemi, að þessar langanir henta þeim
ekki, og vinna bug á þessum leifum jarðneskra fýsna;
og það gera þeir mjög bráðlega.
Hvort sem menn nú halda, eða halda ekki, að þessi
staðhæfing sé rétt, eða að einhver líkingar-samleikur sé
i henni fólginn, þá sé eg ekki, að neitt sé niðrandi i henni;
og það getur vel verið, að sú aðferð sé hyggileg að venja
menn af fýsnum smámsaman.
Að hinu leytinu er sjálfsagt að kannast við það, að
talað er um leika og söngva; og eg hefi heyrt því haldið