Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 79
MORGUNN
73.
arfari sumra manna við það að kynnaat áhrifum frá öðr-
um heimi og sannfærast um samband við hann.
Bréfið hljóðar svo:
„Þessar ástæður era það þá, sem valda því, að ekki að eins þykir
mér ekkert fyrir því að deyja, heldnr hefi eg jafnvel góða von nm, að
hinir danðn mnni halda áfram að vera til“ .... „þar sem það virðist
hersýnilegt, að sálin sé ódanðleg vera“ (Sokrates i „Faidon“ eftir Plato).
Til
Prófessors J. L. Heiberg, Kaupmannahafnarháskóla.
í ræðu, sem þér hélduð hér um daginn um Georg
Brandes, mintust þér með angurværð þess tíma, er áhug-
inn á andlegum málum sat í hásætinu og depraðist ekki
af iþrótta-bjánaskap, spíritisma og öðrum máttarvöldum
myrkursins. Menn klöppuðu ræðu yðar lof í lófa, og í
blöðunum var i hana vitnað með nokkurum fögnuði. Og
fari eg ekki mjög villur vegar, var yður einkum hælt fyr-
ir þau orð, sem þér sögðuð um spiritismann.
Ef einhver óbreyttur maður hefði flutt þessa ræðu,
þá hefði mér vissulega ekki þótt neitt freistandi að fara
að andmæla honum. Því að annríkið yrði mikið, ef menn
ættu að fara mótmæla, hve nær sem óbreyttir menn segja
einhverja endileysu. En þegar J. L. Heiberg, prófessor í
griskri tungu og menningu, gerir það, þá þa.rf að svara
honum. Því að alraenningur hlustar á orð vitringsins:
andi Grikklands hefir tekið til raáls, og hver er sá al-
þýðumaður, sera dirfist að halda, að prófessor Platós og
Sókratesar og Homers sé að segja eitthvað í hugsunar-
leysi eða, tali grunnfærnislega?
Og þegar eg læt undan freistingunni til þess að and-
mæla yður, prófessor J. L. Heiberg, þá er það líka fyrir
þá sök, að mér finst það fýsilegt að skipa mér í eitt skifti
augliti til augliti8 andspænis lærðum raanni, sem hefir til
að bera þá þekkingu og það andriki, sem eg hefi hina
mestu virðingu fvrir, og tala um málefni, sem stöðugt