Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 80
74
MOEGUNN
mætir fyrirlitningu hinna lærðu manna og þvættingi frá
fáfræðingunum. Hvað er spíritisminn, sem þér talið um
með 8vo mikilli óvirðing?
Allir halda, að þeir geti svarað því, og eg heyri þús-
undfaldan ‘klið kveða við gegn mér um það, að hann sé
heim8kuleg hjútrú, eitthvað um borðfætur og anda, sem
taki á sig mannlegt gerfi hjá stórum og smáum svikur-
um. Eg íæt kliðinn halda áfram og sný mér að yður,
prófessor Heiberg.
Og þegar eg fer inn í áhevrendasal yðar og skil
hugsunarleysingjana og bjánana eftir fyrir utan dyrnar,
þá geri eg það með þeirri sannfæring, að hjá yður geti
eg átt vísan þann skilning, sem búast má við af stórgáf-
uðum rannsóknarmanni sannleikans, og þá þekking á
þessu efni, sem er bæði sálræns og líkamlegs eðlis —
efni, sem ritaðar hafa verið um alt að hundrað þúsund
rit á ýmsum málum.
Þegar nú hugsunarleysingjarnir og fáfræðingarnir
segja, að spíritisminn sé heimskuleg hjátrú um borðfætur,
þá eru þeir að tala um það, sem þeir hafa ekkert vit á,
því að hver maður, sem að eins veit ofurlítið um þessa
hreyflngu, sem um þessar mundir fer um heiminn, hann
veit, að spíritisminn er annað og raeira, að hann er mjög
merkilegur, og að það kann að svara kostnaði að hugsa
eitthvað um hann. Og þeir, sem hafa rannsakað spíri-
tismann eru enn ekki kotnnir nema ofurlítið skref áfram.
Auðvitað ætla eg ekki hér og andspænis yður að fara
að tala um einkenni spíritismans og þær aðferðir, sem
hann beitir, og því síður ætla eg að fara að verja þetta.
Eg ætla að eins að vekja athygli yðar á því, að spíri-
tismÍDn er blátt áfram kenningin um það, að sálin sé
ódauðleg, að hugsanirnar séu eilífar og að guð só til. Og
þegar við fáum fregnir af því, að spíritisminn fari sigur-
för um jörðina, hvað er það þá, sem er að gerast? Eftir
hið mikla hrun er mannkynið að vakna, og það situr á
nakinni jörðinni og spyr: Hvað er eg? Hvaðan er eg