Morgunn - 01.06.1922, Page 81
MORGUNN
75
hingað kominn? Hvert er mér ætlað að fara? Mennizn-
ir virðast horfnir aftur til sinna upprunalegu hugsana, og
eru farnir að spyrja: Hver kveikti stjörnurnar? Hver
lætur sóiina skina? Er nokkur guð til?
Svo að vér tökum þetta fram í sem fæstum og ein-
földustum orðuin: Hugsunin um guð er aftur komin til
heimsins.
Þetta er kjarni spiritismans og alt efni hans, þegar
litið er á það frá vísindalegu sjónarmiði; og eg hygg, að
þennan skilning eigi lærðir menn að leggja i málið, og
þann veg vil eg gera grein fyrir því frammi fyrir yður,
sera eg virði mjög mikils. Og það er þetta, sem þór eruð
að vísa út í yztu myrkur; það er þetta, sem þér setjið á
bekk með íþrótta-bjánaskap.
Fyrir því set eg orð Sókratesar fyrir framan þessar
línur, og fyrir því ætla eg nú að fara beint inn í yðar
vísindi og minna yður á Sókrates og lærisveina hans. Var
ekki ódauðleikur sálarinnar alt af á dagskrá í súlnagöng-
unum? Og ætli vitringurinn Sókrates mundi hafa talað
með jafn-mikilli fyrirlitning um heilabrot nútímans eins
og prófessor hans talar um þau árið 1921? Og þegar Sókra-
tes kennir lærisveinum sínum, að þeir hafi ódauðléga sáJ,
og að þeir skuli ekki vera hræddir við að deyja, og þeg-
ar Sókrates segir, að guðir og andar stjórni mönnunum
og þekki hugrenningar þeirra og hjartalag, hvað segið
þér þá um þennan gamla vitring?
I ræðu yðar lítið þér með angurværð aftur á bak til
þe8s tíma, er Georg Brandes var spámaðurinn. Eg ætla
líka að líta aftur á bak til þess tíma og minnast þess,
þegar vér ungu mennirnir vorum að búa oss undir stú-
dentspróf fyrir 25 árum. Eg man það alt nákvæmlega,
hvernig vér lásum Plató og Sókrates í skóla. Kenslustund-
ir vorar í grísku höfðu óafmáanleg áhrif á oss. Vór vorum
alt af að ræða um ódauðleika sálarinnar og guð og vér
gengum undir stjörnum næturinnar með hinar ungu sálir