Morgunn - 01.06.1922, Qupperneq 82
76
MOR&UNN
vorar fullar af þeim vandamálum, sem Sókarates og vin-
ir hana settu á dagskrá.
Og vér urðum stúdentar og fórum út í lifið á þeim
tíma, sem þér talið um með bvo mikilli viðkvæmni. En
eftir að vér höfðum yfirgefið hinn forna heim í skólan-
um, heyrðum vér aldrei framar neitt talað um ódauðleik-
ann og guð. Um slík efni var ekki unt að tala innan
um gáfaða menn á þeim tímum. Guð var í »Kristeligt
Dagblad* og ódauðleikur sálarinnar var ekki annað en
þvættingur. Vér þroskuðumst samkvæmt anda þess tíma
og lærðum það, sem var heimspeki þess tíma, að helztu
eilífðarmálin væru sálarfræðileg ásthyggja, að æðsta tak-
markið væri að fljúga um loftið og að björtustu stjörn-
urnar væru rafmagnsborðlampar.
Vér erum nú komnir fram á árið 1921 og prófessor
J. L. Heiberg heldur blysfararræðu til Georgs Brandes.
Eg lýt hinum miklu gáfum þess manns með lotningu. En
þegar þér, prófessor Heiberg, látið blindast af birtunni frá
blysunum, og særið fram þann tíma, sem liðinn er, þá
hendir yður ekki annað en það, sem komið hefir fyrir
alla á undan yður. Þér gerið yður í hugarlund, að á
yðar tíma hafi mennirnir komist að endimörkum verald-
arinnar og náð fullkomnun vizkunnar. Og þér ráðist með
sáryrðum á dagsbrúnina, sem er fyrir utan glampann frá
blysunum, sem nú er að slokna á.
Prófessor J. L. Heiberg! Árás yðar á spiritismann
var þungur áfellisdómur frá háskóladeild griskra fræða.
En þér rökstudduð hann ekki með forsendum eftir hætti
Sókratesar. Samt held eg, að margur góður borgari haíi
litið á dóm yðar sem úrslitadóm og þúsundir hugsuna-
leysinga munu fara að draga dár að því, sem þeir bera
ekkert skyn á, af því að þeir íreysta á yður. En engum
manni, sem hefir rannsakað þessa hluti, mun finnast, að
þér haflð hrakið málstað hans. Þrek slíkra manna mun
styrkjast og orð yðar munu endurnýja hugrekki þeirra í
baráttunni fyrir því, sem þeir hyggja, að muni verða