Morgunn - 01.06.1922, Side 83
MORGUNN
77
sannleikur komandi tíma. Og þeir munu samsinna orð-
um gamla vitringsins, sem sagði, að ekkert væri nýtt
undir sólinni, og að það sem hefir verið, það muni verða,
og að það sem gjörst hefir, það muni gjörast. Sókrates
var dæmdur til dauða fyrir það að afvegaleiða æskulýð-
inn og kenna honum að sálin sé ódauðleg. Villutrúar-
menn liðins tíma voru brendir á báli, af því að þeir vildu
ekki játa þá einu sönnu trú. Á vorum dögum birtast
hinir andlegu valdhafar í kyndilbirtu og vísa þeim, sem
trúa á líf eftir dauðann, ti). máttarvalda myrkursins.
En það koma líka aðrir tímar eftir þennan tíma, hr.
prófessor! Og þegar við snúum okkur frá þessum kyndl-
um, ætli við getum þá ekki greint nýjan tima úti í sjón-
deildarhringnura, tíma, sem veltir þessum valdhöfum um
koll? Ýms merki eru þess, þó að hinir hálærðu menn
virðist ekki skilja það, sem er að koma. En vera má, að
þeir fái að sjá tíma, sem flytji ný vísindi inn i kenslu-
stofur þeirra, vísindi, sem kveiki nýtt ljós í hjörtum
æskulýðsins, vísindi, sem kenni æBkulýðnum, að allar
framfarir og öll þroskun fer að eins eina leið, leiðina til
guðs; að öll rannsókn hefir að eins eitt markmið — og
markmiðið er guð. Að öll vísindi án guðs eru árangurs-
laus og vitleysa.
Innan biskupakirkjunnar
ensku er stofnað félag manna, eem sannfærst hafa um samband
yið framliðna menn. Meðal forgöngumannanna eru mjög merkir prest-
ar. Félagið er auðsjáanlega stofnað i þeim tvenns konar tilgangi,
að hafa áhrif á kirkjuna sjálfa, og að aftra þvi, að menn, sem sann-
færast um sambandið, hafi ástæðu til þess að fara úr kirkjunni til þess
að fá fullnægt þeim andlegu þörfum, er vakna við hina nýju sannftering.