Morgunn - 01.06.1922, Page 89
MORGUNN
83
við eftir fáar mínútur komnir á stöðina. Þakkaði eg þá
þessum ókunna manni hjálpina og komst síðan slysalaust
inn í vagninn. Þegar eg svo kom til Reykjavíkur, seint
í maí sama ár, og heirasótti yður, spurðuð þér mig, hvort
eg hefði ekki verið sjúkur eða komist í lífsháska á ferða-
laginu og létuð þess getið, að yður hefði dreymt mig svo
undarlega eina nótt. Spurði eg yður þá, hvaða nótt það
hefði verið, sóttuð þér þá dagbók yðar, lituð í hana og
sögðuð, að það hefði verið aðfaranótt hins 9. marz undir
morguninn; hefur yður því dreymt mig um sama leyti
sem ofanritað atvik gerðist. Mjög litlu munaði, að eg yrði
sjáifur fyrir bifreiðinni.
Með vinsaml. kveðju
Ing. Glslason.
2. Fingurmeinið.
Árið 1891 var eg, Herdís Gróa Gunnlaugsdóttir,
vinnukona í Tungunesi. Fyrir neðan bæinn þar eru brekk-
ur og eyrar með Blöndu, sem eru kallaðar Tungunes Nes.
Yzt í nestánni eru tveir hólar og keldudrag á milli þeirra.
Á jólaföstu dreymir mig, að eg sé á ferð niðrí brekk-
um, og só reisulegan bœ, þar sem ytri hóllinn er. Eg
hugsaði mér að ganga heim að bænum og gerði það, til
að virða hann fyrir mór Hann sneri út og suður með
fjórum þiljum i suður og gengið inn í hann að sunnan-
verðu. Eg stóð fyrir sunnan þilin litla stuud og horfði
á þetta með undrun. Þá kemur út kona, sem leiðir mig
inu göng að pallstokk; það voru fáar tröppur upp á hann,
8V0 hvarf húll mér Og sá eg hana ekki aftur. Þá gekk
eg inn baðstofugólfið og sá unga stúlku, á að gizka um
tvítugt, sitja á rúmi fyrir framan húsdvr á móti glugga.
Hún er að spinna á rokk og var í hvítri vaðmálsskyrtu,
svörtum bol og með skotthúfu. Eg heilsa henni og hún
vísar mér til sætis á rúmi undir glugga á móti sér. Bað-
stofan sneri út og suður, með afþiljuðu húsi í suðurenda,
með fjögra rúðu glugga -á vesturhlið; tvö stafgólf voru
6*